Hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 21. október 2019 12:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis segir að nefndin muni ákveða á miðvikudaginn að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra vegna ábendinga FAFT samtakanna. Þá verður opinn fundur um málið í efnahags-og viðskiptanefnd þingsins á morgun. Ísland fór á gráan lista samtakanna Financial Action Force FATF yfir ríkis sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti á föstudaginn og er nú á listanum með löndum eins og Afganistan, Írak og Úganda. Á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar var borin fram tillaga um að kanna verklag dómsmálaráðherra og ráðuneyta í aðdraganda ákvörðunarinnar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er formaður nefndarinnar.Sjá einnig: Þingnefndir ræða veru Íslands á gráum lista „Jón Steindór Valdimarsson [þingmaður Viðreisnar] bar fram þessa tillögu og við Guðmundur Andri [Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar] tókum undir hana, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd myndi hefja frumkvæðisathugun á verklagi ráðherra og þeirra ráðuneyta sem við á, gagnvart ábendingum FATF-starfshópsins, eða framkvæmdastjórnarinnar eins og hún hefur verið nefnd,“ segir Þórhildur Sunna. Ákveðið hafi verið að taka afstöðu til málsins á miðvikudaginn og Jóni Steindóri var falið að kanna hvernig þessi athugun ætti að fara fram. „Við höfum nægjanlegan fjölda nefndarmanna til að hefja frumkvæðisathugun og hefðum þannig séð getað ákveðið að ýta en kusum að verða við þeirri ósk annarra nefndarmanna að gefa þessu smá tíma til þess að setja utan um þetta kannski aðeins meiri ramma,“ segir Þórhildur Sunna. Þá verður opinn fundur í efnahags-og viðskiptanefnd á morgun um málið. „Þar verður fókusinn þó eilítið annar heldur en stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna þess að þar mun auðvitað málið einna helst snúa að því hvað á eftir að gera til að við komumst af þessum gráa lista.“ Þórhildur Sunna telur veru Íslands á listanum geta haft alvarleg áhrif. „Fullyrðingar ráðherra í kjölfarið, um að þetta sé nú kannski ekki svo alvarlegt, það er augljóst að þeim fannst það alvarlegt áður en að við fórum á þennan gráa lista, og ég trúi ekki öðru en að þeim finnist það grafalvarlegt að við séum á honum í dag, sama hvað hver segir,“ segir Þórhildur Sunna. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis segir að nefndin muni ákveða á miðvikudaginn að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi dómsmálaráðherra vegna ábendinga FAFT samtakanna. Þá verður opinn fundur um málið í efnahags-og viðskiptanefnd þingsins á morgun. Ísland fór á gráan lista samtakanna Financial Action Force FATF yfir ríkis sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti á föstudaginn og er nú á listanum með löndum eins og Afganistan, Írak og Úganda. Á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar var borin fram tillaga um að kanna verklag dómsmálaráðherra og ráðuneyta í aðdraganda ákvörðunarinnar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er formaður nefndarinnar.Sjá einnig: Þingnefndir ræða veru Íslands á gráum lista „Jón Steindór Valdimarsson [þingmaður Viðreisnar] bar fram þessa tillögu og við Guðmundur Andri [Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar] tókum undir hana, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd myndi hefja frumkvæðisathugun á verklagi ráðherra og þeirra ráðuneyta sem við á, gagnvart ábendingum FATF-starfshópsins, eða framkvæmdastjórnarinnar eins og hún hefur verið nefnd,“ segir Þórhildur Sunna. Ákveðið hafi verið að taka afstöðu til málsins á miðvikudaginn og Jóni Steindóri var falið að kanna hvernig þessi athugun ætti að fara fram. „Við höfum nægjanlegan fjölda nefndarmanna til að hefja frumkvæðisathugun og hefðum þannig séð getað ákveðið að ýta en kusum að verða við þeirri ósk annarra nefndarmanna að gefa þessu smá tíma til þess að setja utan um þetta kannski aðeins meiri ramma,“ segir Þórhildur Sunna. Þá verður opinn fundur í efnahags-og viðskiptanefnd á morgun um málið. „Þar verður fókusinn þó eilítið annar heldur en stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna þess að þar mun auðvitað málið einna helst snúa að því hvað á eftir að gera til að við komumst af þessum gráa lista.“ Þórhildur Sunna telur veru Íslands á listanum geta haft alvarleg áhrif. „Fullyrðingar ráðherra í kjölfarið, um að þetta sé nú kannski ekki svo alvarlegt, það er augljóst að þeim fannst það alvarlegt áður en að við fórum á þennan gráa lista, og ég trúi ekki öðru en að þeim finnist það grafalvarlegt að við séum á honum í dag, sama hvað hver segir,“ segir Þórhildur Sunna.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira