Innlent

Þingnefndir ræða veru Íslands á gráum lista

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir stöðu Íslands skammarlega.
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir stöðu Íslands skammarlega. Vísir/Vilhelm

Boðað verður til opins fundar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis á þriðjudaginn í framhaldi af ákvörðun FATF-hópsins um að setja Ísland á svokallaðan gráan lista. Þetta staðfestir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti varaformaður nefndarinnar í samtali við Vísi en hann óskaði eftir því að málið yrði tekið fyrir á vettvangi nefndarinnar.

Í morgun var greint frá því að Ísland sé nú meðal þeirra ríkja sem bætt var á svokallaðan gráan lista FATF-hópsins yfir ríki sem ekki hafi nægar varnir gegn peningaþvætti. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt niðurstöðunni.

Sjá einnig: Ísland á gráum lista ríkja vegna peningaþvættis

Þá verður rædd tillaga á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á mánudaginn um hvort nefndin hefji frumkvæðisskoðun á verklagi ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

„Það er í sjálfu sér ekki útilokað að nefndirnar taki þetta báðar fyrir,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þetta heyri vissulega undir málefnasvið efnahags- og viðskiptanefndar en hvað varðar aðgerðir, og eftir atvikum aðgerðarleysi, stjórnvalda í aðdraganda þess að Ísland lenti á listanum er nokkuð sem að sögn Þórhildar Sunnu væri eðlilegt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd myndi skoða í framhaldinu.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Tengdar fréttir

Úrbætur til að forðast gráa listann bárust of seint

Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista fir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint.

„Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“

Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista FATF)yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfi ríkisstjórnarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.