Eins og fyrir skíðakappa að komast ekki í Hlíðarfjall Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. október 2019 16:47 Björn Jóhann Jónsson, formaður stjórnar Hestamannafélagsins Léttis, fagnar niðurstöðunni og vonast til að framkvæmdir geti hafist sem fyrst, enda sé brúarleysið fyrir hestamenn eins og ef skíðaköppunum norðan heiða yrði meinaður aðgangur að Hlíðarfjalli. FBL/pjetur sigurðsson Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að farið verði í útboðsferli vegna brúar yfir Eyjafjarðará. Þá hefur bæjarráð falið bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Landsnets, Vegagerðarinnar og Isavia um aðkomu að framkvæmdinni. Björn Jóhann Jónsson, formaður stjórnar Hestamannafélagsins Léttis, fagnar niðurstöðunni og vonast til að framkvæmdir geti hafist sem fyrst, enda sé brúarleysið fyrir hestamenn eins og ef skíðaköppunum norðan heiða yrði meinaður aðgangur að Hlíðarfjalli.Héraðsmiðillinn Vikudagur greindi fyrst frá þessu. Nýja brúin er í aðalskipulagi Akureyrarbæjar en áætlaður kostnaður við hana er 150 milljónir króna. Breyta þurfti reiðleiðinni sem liggur frá Akureyri yfir Eyjafjarðará yfir í Eyjafjarðarsveit vegna uppsetningar við aðflugsbúnað við Akureyrarflugvöll. Búið er að loka gömlu brúnni og til stóð að hefja framkvæmdir á haustmánuðum en bæjaryfirvöld ákváðu að fresta þeim, við mikla óánægju hestamanna. Nú hefur aftur á móti verið samþykkt að brúarverkefnið fari í útboð. Björn Jóhann segir að um sé að ræða aðalreiðleið hestamanna sem sé afar þýðingarmikil fyrir hestamenn. „Ef þetta hefði ekki gengið upp væri þetta þvílík aðför að þessari íþróttagrein,“ segir Björn Jóhann. Þetta sé mikilvægt fyrir hestamenn sem nýti sér reiðleiðina allt árið um kring. Í ljósi nýjustu frétta kveðst Björn Jóhann bjartsýnn að brúarverkefnið geti orðið að veruleika, hestamönnum á svæðinu til heilla. Akureyri Hestar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að farið verði í útboðsferli vegna brúar yfir Eyjafjarðará. Þá hefur bæjarráð falið bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Landsnets, Vegagerðarinnar og Isavia um aðkomu að framkvæmdinni. Björn Jóhann Jónsson, formaður stjórnar Hestamannafélagsins Léttis, fagnar niðurstöðunni og vonast til að framkvæmdir geti hafist sem fyrst, enda sé brúarleysið fyrir hestamenn eins og ef skíðaköppunum norðan heiða yrði meinaður aðgangur að Hlíðarfjalli.Héraðsmiðillinn Vikudagur greindi fyrst frá þessu. Nýja brúin er í aðalskipulagi Akureyrarbæjar en áætlaður kostnaður við hana er 150 milljónir króna. Breyta þurfti reiðleiðinni sem liggur frá Akureyri yfir Eyjafjarðará yfir í Eyjafjarðarsveit vegna uppsetningar við aðflugsbúnað við Akureyrarflugvöll. Búið er að loka gömlu brúnni og til stóð að hefja framkvæmdir á haustmánuðum en bæjaryfirvöld ákváðu að fresta þeim, við mikla óánægju hestamanna. Nú hefur aftur á móti verið samþykkt að brúarverkefnið fari í útboð. Björn Jóhann segir að um sé að ræða aðalreiðleið hestamanna sem sé afar þýðingarmikil fyrir hestamenn. „Ef þetta hefði ekki gengið upp væri þetta þvílík aðför að þessari íþróttagrein,“ segir Björn Jóhann. Þetta sé mikilvægt fyrir hestamenn sem nýti sér reiðleiðina allt árið um kring. Í ljósi nýjustu frétta kveðst Björn Jóhann bjartsýnn að brúarverkefnið geti orðið að veruleika, hestamönnum á svæðinu til heilla.
Akureyri Hestar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira