Grunnlaun blaðamanna átakanlega léleg í öllum samanburði Jakob Bjarnar skrifar 21. október 2019 16:49 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir stefna í skæruverkföll strax í næsta mánuði. visir/vilhelm „Þetta getur ekki verið verra. Þegar maður er kominn niður á hnén er ekki um neitt að ræða annað en standa upp. Nema þá leggjast niður og ég er ekki að fara að gera það alveg strax,“ segir Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ). Allt bendir til þess að blaðamenn séu að fara í verkfall. Að sögn Hjálmars Jónssonar er nú verið að smíða aðgerðaráætlun sem miðar að því. Fundur samninganefndar BÍ og samninganefndar Samtaka atvinnulífsins var haldinn í dag hjá ríkissáttasemjara en reyndist árangurslaus. Samningar blaðamanna hafa verið lausir frá áramótum og hefur hvorki gengið né rekið í viðræðum blaðamanna við atvinnurekendur. Úrslitafundur verður haldinn eftir rétta viku en Hjálmar er ekki bjartsýnn á að nokkuð breytist. Fátt bendi til þess.„Grunnlaun blaðamanna eru hörmuleg. Lægstu laun háskólamenntaðra sem um getur. Það fullyrði ég. Háskólamenntaður einstaklingur með eins árs starfreynslu fær samkvæmt taxta 400.853 krónur í laun. Sérhver maður sér að það er alveg fullkomlega óviðunandi. Og snargalið og verður að lagfæra,“ segir Hjálmar. Blaðamenn dregist aftur úr í launum Formaður BÍ segir að ekki sé horft til vinnutímastyttingar, slíkt sé fráleitt vegna eðlis starfs blaðamanna. Þeir vinna flestir langt umfram skyldu af einskærum áhuga, á öllum tímum sólarhrings. Talað hefur verið um rúma átta prósenta styttingu vinnutíma en Hjálmar segir það nokkuð sem blaðamenn vilji heldur sjá í hækkun launa. Allar tölur sýni að blaðamenn hafi dregist vel aftur úr þegar litið er til launaþróunar almennt og verðlagshækkana.Hjálmar kynnir stöðuna fyrir hluta blaðamanna fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem og dagskrárgerðarfólki í Blaðamannafélagi Íslands.visir/vilhelm„Við erum alltof hógvær í okkar kröfum. Því við gerum okkur grein fyrir því að það er uppi erfið staða á þessum miðlum. Blaðamenn eru meðvirkir því og við teljum kröfur okkar hógværar, þær geta ekki verið hógværari. Það vantar 15 prósent uppá að laun blaðamanna hafi hækkað til jafns við þróun launavísitölu. Þetta liggur fyrir og er ekki um deilt. Launin eru í raun forkastanleg.“En, er þá enginn samningsvilji af hálfu atvinnurekenda?„Ég skil ekki hvað þetta gengur hægt. Við höfum sýnt þessu, og þar ásaka ég sjálfan mig, þessu alltof mikið langlundagerð. Meira en sex mánuðir eru síðan gerðir voru samningar við iðnaðarmenn. Við höfum virkilega teygt okkur til samkomulags en það hefur ekkert komið út úr því. Ekkert um annað að ræða en þrýsta á okkar kröfur með aðgerðum.“ Segir verkföll bíta þó þau geti verið tvíeggja sverð Hjálmar segir að þannig stefni allt í skæruverkföll í nóvembermánuði. Blaðamenn eru nú að teikna upp aðgerðaráætlun, verkföll til að undirstrika kröfur, en þó tryggja upplýsingaflæði í landinu. „Upplýsingagjöf verður þó við séum í átökum.“En, mun þetta þá eitthvað bíta?„Sannarlega mun þetta bíta. Við verðum að minnast þess að verkföll eru tvíeggja sverð. Prentarar fóru í 7 vikna allsherjarverkfall haustið 1984, eftirminnilegt og það kom ekkert út úr því. Í framhaldinu var samþykkt ný fjölmiðlalöggjöf og einkareknar útvarpsstöðvar voru settar á laggirnar,“ segir Hjálmar. En það er önnur saga.... Athugasemd. Blaðamenn Vísis eru flestir í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Þetta getur ekki verið verra. Þegar maður er kominn niður á hnén er ekki um neitt að ræða annað en standa upp. Nema þá leggjast niður og ég er ekki að fara að gera það alveg strax,“ segir Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ). Allt bendir til þess að blaðamenn séu að fara í verkfall. Að sögn Hjálmars Jónssonar er nú verið að smíða aðgerðaráætlun sem miðar að því. Fundur samninganefndar BÍ og samninganefndar Samtaka atvinnulífsins var haldinn í dag hjá ríkissáttasemjara en reyndist árangurslaus. Samningar blaðamanna hafa verið lausir frá áramótum og hefur hvorki gengið né rekið í viðræðum blaðamanna við atvinnurekendur. Úrslitafundur verður haldinn eftir rétta viku en Hjálmar er ekki bjartsýnn á að nokkuð breytist. Fátt bendi til þess.„Grunnlaun blaðamanna eru hörmuleg. Lægstu laun háskólamenntaðra sem um getur. Það fullyrði ég. Háskólamenntaður einstaklingur með eins árs starfreynslu fær samkvæmt taxta 400.853 krónur í laun. Sérhver maður sér að það er alveg fullkomlega óviðunandi. Og snargalið og verður að lagfæra,“ segir Hjálmar. Blaðamenn dregist aftur úr í launum Formaður BÍ segir að ekki sé horft til vinnutímastyttingar, slíkt sé fráleitt vegna eðlis starfs blaðamanna. Þeir vinna flestir langt umfram skyldu af einskærum áhuga, á öllum tímum sólarhrings. Talað hefur verið um rúma átta prósenta styttingu vinnutíma en Hjálmar segir það nokkuð sem blaðamenn vilji heldur sjá í hækkun launa. Allar tölur sýni að blaðamenn hafi dregist vel aftur úr þegar litið er til launaþróunar almennt og verðlagshækkana.Hjálmar kynnir stöðuna fyrir hluta blaðamanna fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem og dagskrárgerðarfólki í Blaðamannafélagi Íslands.visir/vilhelm„Við erum alltof hógvær í okkar kröfum. Því við gerum okkur grein fyrir því að það er uppi erfið staða á þessum miðlum. Blaðamenn eru meðvirkir því og við teljum kröfur okkar hógværar, þær geta ekki verið hógværari. Það vantar 15 prósent uppá að laun blaðamanna hafi hækkað til jafns við þróun launavísitölu. Þetta liggur fyrir og er ekki um deilt. Launin eru í raun forkastanleg.“En, er þá enginn samningsvilji af hálfu atvinnurekenda?„Ég skil ekki hvað þetta gengur hægt. Við höfum sýnt þessu, og þar ásaka ég sjálfan mig, þessu alltof mikið langlundagerð. Meira en sex mánuðir eru síðan gerðir voru samningar við iðnaðarmenn. Við höfum virkilega teygt okkur til samkomulags en það hefur ekkert komið út úr því. Ekkert um annað að ræða en þrýsta á okkar kröfur með aðgerðum.“ Segir verkföll bíta þó þau geti verið tvíeggja sverð Hjálmar segir að þannig stefni allt í skæruverkföll í nóvembermánuði. Blaðamenn eru nú að teikna upp aðgerðaráætlun, verkföll til að undirstrika kröfur, en þó tryggja upplýsingaflæði í landinu. „Upplýsingagjöf verður þó við séum í átökum.“En, mun þetta þá eitthvað bíta?„Sannarlega mun þetta bíta. Við verðum að minnast þess að verkföll eru tvíeggja sverð. Prentarar fóru í 7 vikna allsherjarverkfall haustið 1984, eftirminnilegt og það kom ekkert út úr því. Í framhaldinu var samþykkt ný fjölmiðlalöggjöf og einkareknar útvarpsstöðvar voru settar á laggirnar,“ segir Hjálmar. En það er önnur saga.... Athugasemd. Blaðamenn Vísis eru flestir í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent