Erlent

Stal sjúkra­bíl og ók á fólk í Osló

Atli Ísleifsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Skotum var hleypt af þegar sjúkrabíllinn var stöðvaður.
Skotum var hleypt af þegar sjúkrabíllinn var stöðvaður. EPA/Stian Lysberg Solum
Vopnaður maður tók sjúkrabíl ófrjálsri hendi og ók á fjölda fólks í hverfinu Torshov í Osló um hádegisbil í dag. NRK segir frá því að sjúkralið hafi verið í útkalli við Åsengata í Torshov þegar bílnum var rænt. Í fréttinni segir að sjúkrabílnum hafi verið ekið á fólk, barnavagn og eyðilagt skilti.Lögregla greinir frá því á Twitter að vopnaður maður hafi rænt bílnum. Lögreglan hleypti af skotum þegar hann var stöðvaður við Krebs gate. Skotið var á dekk sjúkrabílsins en ku maðurinn ekki hafa særst við handtöku. Vitni segja manninn einnig hafa skotið á lögregluþjóna en það hefur ekki verið staðfest af lögreglu.Samkvæmt lögreglunni ók maðurinn um í fimmtán mínútur áður en hann var stöðvaður. Leit stendur yfir að konu sem talin er koma að málinu. Er hún sögð vera 165 sentimetrar á hæð., krullað brúnt hét, í svörtum jakka og undir áhrifum.Ekki liggur fyrir um fjölda slasaða að svo stöddu. Sjö mánaða tvíburarar voru í barnavagni sem ekið var á. Annar tvíburanna særðist lítillega en ekki er vitað um ástandið hins.Maðurinn sem stal sjúkrabílnum er talinn hafa velt bíl sínum þar nærri. Vitni segir hann hafa skriðið út úr bílnum með poka úr Ikea og flúið af vettvangi slyssins. Skömmu eftir það er hann sagður hafa stolið sjúkrabílnum.Hér að neðan má meðal annars sjá myndband af lögregluþjónum reyna að stöðva sjúkrabílinn og skjóta á hann.

 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.