Nýr formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl: Samtökin verði framsækin, djörf og upplýsandi Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2019 14:10 Silja Yraola Eyþórsdóttir starfar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. vísir/vilhelm Silja Yraola Eyþórsdóttir er nýr formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl en aðalfundur félagsins fór fram í gærkvöldi. Silja tekur við embættinu af Birni H. Sveinssyni sem lét við sama tilefni af störfum eftir tveggja ára formennsku. Hún segist hlakka mikið til að takast á við verkefnið. „Þetta er nýr vettvangur fyrir mig og það kom reyndar svolítið óvænt upp að ég lenti í embætti formanns samtakanna. En ég er mjög spennt og bjartsýn.“Breytt samfélag Silja segir mikilvægt að rödd félagsins heyrist, enda endurspegli sjálf tilvist samtakanna breyttan veruleika og breytt samfélag. „Ég vil að samtökin verði samtök fyrir alla. Þau þjóna í raun hagsmunum allra því við öll njótum við góðs af minni bílaumferð . Ég vil sömuleiðis að samtökin verði flott fyrirmynd, gefi af sér góða orku, verði framsækin, djörf og upplýsandi. Mig langar sömuleiðis að efla samtökin og gera þau sýnilegri í þjóðfélagsumræðunni.“Með puttann á púlsinum Silja stundaði á sínum tíma nám við Landbúnaðarháskóla Íslands og starfar nú sem sérfræðingur í stafrænni miðlun hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Áður en hún hóf störf hjá OR starfaði hún hjá upplýsingaskrifstofu Reykjavíkurborgar. „Ég hef verið með puttann á púlsinum þegar kemur að samgöngumálum. Nú hefur leiðin mín í vinnuna lengst verulega og ég vil að sú nýja reynsla sem ég hef aflað mér í bílleysinu geti nýst samtökunum til góðs,“ segir Silja. Á aðalfundi samtakanna voru einnig þau Einar Sigurvinsson, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm, Arnór Bogason og Sigurður Ólafsson kosin í stjórn. Þá voru Dagur Bollason og Sesselja Traustadóttir kosin sem varamenn í stjórn og Ásbjörn Ólafsson skoðunarmaður reikninga. Samgöngur Vistaskipti Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Sjá meira
Silja Yraola Eyþórsdóttir er nýr formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl en aðalfundur félagsins fór fram í gærkvöldi. Silja tekur við embættinu af Birni H. Sveinssyni sem lét við sama tilefni af störfum eftir tveggja ára formennsku. Hún segist hlakka mikið til að takast á við verkefnið. „Þetta er nýr vettvangur fyrir mig og það kom reyndar svolítið óvænt upp að ég lenti í embætti formanns samtakanna. En ég er mjög spennt og bjartsýn.“Breytt samfélag Silja segir mikilvægt að rödd félagsins heyrist, enda endurspegli sjálf tilvist samtakanna breyttan veruleika og breytt samfélag. „Ég vil að samtökin verði samtök fyrir alla. Þau þjóna í raun hagsmunum allra því við öll njótum við góðs af minni bílaumferð . Ég vil sömuleiðis að samtökin verði flott fyrirmynd, gefi af sér góða orku, verði framsækin, djörf og upplýsandi. Mig langar sömuleiðis að efla samtökin og gera þau sýnilegri í þjóðfélagsumræðunni.“Með puttann á púlsinum Silja stundaði á sínum tíma nám við Landbúnaðarháskóla Íslands og starfar nú sem sérfræðingur í stafrænni miðlun hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Áður en hún hóf störf hjá OR starfaði hún hjá upplýsingaskrifstofu Reykjavíkurborgar. „Ég hef verið með puttann á púlsinum þegar kemur að samgöngumálum. Nú hefur leiðin mín í vinnuna lengst verulega og ég vil að sú nýja reynsla sem ég hef aflað mér í bílleysinu geti nýst samtökunum til góðs,“ segir Silja. Á aðalfundi samtakanna voru einnig þau Einar Sigurvinsson, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm, Arnór Bogason og Sigurður Ólafsson kosin í stjórn. Þá voru Dagur Bollason og Sesselja Traustadóttir kosin sem varamenn í stjórn og Ásbjörn Ólafsson skoðunarmaður reikninga.
Samgöngur Vistaskipti Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Sjá meira