Innlent

Göngustíg að Gullfossi lokað vegna hálku

Birgir Olgeirsson skrifar
Flughált er við malargöngustíg niður að fossinum vegna vatnsúða sem breytist í ísbrynju.
Flughált er við malargöngustíg niður að fossinum vegna vatnsúða sem breytist í ísbrynju. Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka malargöngustíg að Gullfossi á morgun. Vegna frostatíðar í nágrenni Gullfoss hafa landverðir Umhverfisstofnunar hálkuvarið stíga við fossinn. Ekki duga þó allar varnir til. Flughált er við malargöngustíg niður að fossinum vegna vatnsúða sem breytist í ísbrynju sem verður lokað.Þá hafa verið sett upp skilti þar sem mælt er með mannbroddum við Gullfoss og Geysi. Aðrar gönguleiðir um svæðið eru sandaðar og haldið opnum. Frost er í kortunum út þessa viku en landverðir munu opna aftur stíginn innan tíðar ef tíðarfar breytist til hins betra.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.