Grunaður um að berja, nauðga og rista kærustu sína á læri Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. október 2019 16:38 Landsréttur staðfesti úrskurð um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa reynt að drepa kærustu sína með því að berja hana ítrekað, taka hana hálstaki svo hún missti meðvitund og rist hana á hægra læri með veiðihnífi. Árásin átti sér stað 6. og 7. október en hann er sömuleiðis sakaður um að hafa nauðgað konunni. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. nóvember en Landsréttur staðfesti þann úrskurð í dag. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi reiðst mjög þegar konan tilkynnti að hún ætlaði frá honum og veist að henni með fyrrgreindum afleiðingum. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti meint árás sér stað í gámum úti á Granda að kvöldi sjötta október og morgni þess sjöunda. Um er að ræða úrræði á vegum borgarinnar fyrir langt leidda fíkla. Hinn grunaði sagði við skýrslutöku lögreglu aldrei hafa lagt hendur á konu. Hann á þó að baki dóm fyrir ofbeldi gegn fyrri sambýliskonu. Ætlaði að segja kærastanum upp Í greinargerð saksóknara kemur fram að málið sé rannsakað sem meint heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og tilraun til manndráps. Lögregla hafi verið kölluð út að gámunum að morgni 7. október eftir tilkynningu frá konunni. Átti hún erfitt með að tjá sig sökum eymsla í höfði en sagði þó að hinn grunaði, kærasti hennar, hafi barið hana ítrekað og nauðgað. Það hafi hún gert eftir að hún tilkynnti honum að hún ætlaði að hætta með honum. Hún hafi yfirgefið gáminn og leitað skjóls hjá nágranna. Hinn grunaði hafi reiðst, fundið hana, tekið hálstaki með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund. Hafi hún dregið hana yfir í gáminn sinn þar sem hann hafi rist grunnan skurð með hníf á hægra læri hennar. Því hafi hann séð eftir og þau farið að sofa. Manninum var ekki runnin reiðin morguninn eftir að sögn konunnar. Hann hafi hótað henni lífláti með hnífi og sagst ætla að hengja hana. Hann hafi svo ráðist á hana og barið ítrekað í höfuðið, nauðgað henni og fengið sáðlát við það. Hann hafi þá aftur veist að henni með höggum. Dæmdur fyrir ofbeldi gegn konu Í framhaldinu yfirgaf hann gáminn að sögn konunnar en hótaði henni lífláti ef hún væri ekki enn þar þegar hann sneri aftur. Konan leitaði sér hjálpar hjá öðrum nágranna og hringdi í lögreglu sem mætti á svæðið. Hinn grunaði neitaði alfarið sök við skýrslutöku hjá lögreglunni. Fullyrti maðurinn að hann hafi hvorki beitt konuna kynferðislegu ofbeldi né líkamlegu ofbeldi. Raunar segist hann aldrei á ævi sinni hafa lagt hendur á konur. Samkvæmt sakavottorði mannsins hefur hann átta sinnum verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot, þar af fyrir ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal gagna málsins eru upplýsingar frá Fangelsismálastofnun þar sem kemur fram að samkvæmt niðurstöðum á fræðilegu mati sem var unnið af stofnunni voru taldar 61 prósent líkur á að hann mundi brjóta aftur af sér innan árs frá því hann lyki afplánun. Lykilvitni ekki enn gefið skýrslu Nágrannarnir sem aðstoðuðu konuna eftir barsmíðar hins grunaða hafa enn ekki gefið skýrslu í málinu. Annar þeirra var ekki í ástandi til þess þegar lögregla hugðist ræða við hann. Hinn nágranninn er reiður lögreglu. Hann lýsir því þannig að þegar konan hafi leitað til hans vegna árása hins grunaða hafi hann fundið tvær axir og verið tilbúinn að verjast frekari árásum. Lögreglan handtók hins vegar manninn í kjölfar tilkynningar um mann með tvær axir úti á Granda. Brást nágranninn ókvæða við þegar lögreglumenn hugðust ræða við hann við rannsókn málsins. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa reynt að drepa kærustu sína með því að berja hana ítrekað, taka hana hálstaki svo hún missti meðvitund og rist hana á hægra læri með veiðihnífi. Árásin átti sér stað 6. og 7. október en hann er sömuleiðis sakaður um að hafa nauðgað konunni. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. nóvember en Landsréttur staðfesti þann úrskurð í dag. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi reiðst mjög þegar konan tilkynnti að hún ætlaði frá honum og veist að henni með fyrrgreindum afleiðingum. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti meint árás sér stað í gámum úti á Granda að kvöldi sjötta október og morgni þess sjöunda. Um er að ræða úrræði á vegum borgarinnar fyrir langt leidda fíkla. Hinn grunaði sagði við skýrslutöku lögreglu aldrei hafa lagt hendur á konu. Hann á þó að baki dóm fyrir ofbeldi gegn fyrri sambýliskonu. Ætlaði að segja kærastanum upp Í greinargerð saksóknara kemur fram að málið sé rannsakað sem meint heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og tilraun til manndráps. Lögregla hafi verið kölluð út að gámunum að morgni 7. október eftir tilkynningu frá konunni. Átti hún erfitt með að tjá sig sökum eymsla í höfði en sagði þó að hinn grunaði, kærasti hennar, hafi barið hana ítrekað og nauðgað. Það hafi hún gert eftir að hún tilkynnti honum að hún ætlaði að hætta með honum. Hún hafi yfirgefið gáminn og leitað skjóls hjá nágranna. Hinn grunaði hafi reiðst, fundið hana, tekið hálstaki með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund. Hafi hún dregið hana yfir í gáminn sinn þar sem hann hafi rist grunnan skurð með hníf á hægra læri hennar. Því hafi hann séð eftir og þau farið að sofa. Manninum var ekki runnin reiðin morguninn eftir að sögn konunnar. Hann hafi hótað henni lífláti með hnífi og sagst ætla að hengja hana. Hann hafi svo ráðist á hana og barið ítrekað í höfuðið, nauðgað henni og fengið sáðlát við það. Hann hafi þá aftur veist að henni með höggum. Dæmdur fyrir ofbeldi gegn konu Í framhaldinu yfirgaf hann gáminn að sögn konunnar en hótaði henni lífláti ef hún væri ekki enn þar þegar hann sneri aftur. Konan leitaði sér hjálpar hjá öðrum nágranna og hringdi í lögreglu sem mætti á svæðið. Hinn grunaði neitaði alfarið sök við skýrslutöku hjá lögreglunni. Fullyrti maðurinn að hann hafi hvorki beitt konuna kynferðislegu ofbeldi né líkamlegu ofbeldi. Raunar segist hann aldrei á ævi sinni hafa lagt hendur á konur. Samkvæmt sakavottorði mannsins hefur hann átta sinnum verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot, þar af fyrir ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal gagna málsins eru upplýsingar frá Fangelsismálastofnun þar sem kemur fram að samkvæmt niðurstöðum á fræðilegu mati sem var unnið af stofnunni voru taldar 61 prósent líkur á að hann mundi brjóta aftur af sér innan árs frá því hann lyki afplánun. Lykilvitni ekki enn gefið skýrslu Nágrannarnir sem aðstoðuðu konuna eftir barsmíðar hins grunaða hafa enn ekki gefið skýrslu í málinu. Annar þeirra var ekki í ástandi til þess þegar lögregla hugðist ræða við hann. Hinn nágranninn er reiður lögreglu. Hann lýsir því þannig að þegar konan hafi leitað til hans vegna árása hins grunaða hafi hann fundið tvær axir og verið tilbúinn að verjast frekari árásum. Lögreglan handtók hins vegar manninn í kjölfar tilkynningar um mann með tvær axir úti á Granda. Brást nágranninn ókvæða við þegar lögreglumenn hugðust ræða við hann við rannsókn málsins.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30