Fótbolti

Heimskulegasta rauða spjald sögunnar? | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Serkan er hér með boltann langt fyrir utan teig.
Serkan er hér með boltann langt fyrir utan teig. vísir/getty
Tyrkneski markvörðurinn Serkan Kirintili skráði sig í sögubækurnar er hann var rekinn af velli eftir aðeins 13 sekúndna leik.

Hann var þá að spila með félagi sínu Konyaspor gegn Yeni Malatyaspor.

Markvörðurinn virðist varla hafa verið vaknaður er leikurinn hófst því hann tók boltann með höndunum langt fyrir utan teig eftir aðeins 13 sekúndur.

Er hann áttaði sig á mistökunum tók hann um höfuð sér og hélt af stað rakleitt af velli. Hann vissi upp á sig sökina. Aldrei áður hefur leikmaður verið rekinn svo snemma af velli í leik í tyrknesku deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×