Verktaki ákærður fyrir stórfelld skattsvik Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. október 2019 19:00 Engilbert hefur komið að stórum uppbyggingaráformum á Akranesi. Vísir/Egill Engilbert Runólfsson sem hefur verið umsvifamikill verktaki á Akranesi hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi. Héraðssaksóknari gaf ákæruna út í sumar og málið verður tekið fyrir í héraðsdómi Vesturlands 30. október. Engilbert er ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum, bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. Hann er sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti á sex mánaða tímabili á árunum 2017 og 2018. Samtals nema meint skattsvik tæpum 24 milljónum króna.Klippa: Verktaki ákærður fyrir stórfelld skattsvik Engilbert hefur lengi verið nokkuð stórtækur á fasteignamarkaði. Hann var forstjóri verktakafyrirtækisins Innova ehf. sem var umsvifamikið fyrir hrun en var úrskurðað gjaldþrota árið 2010. Lítið fékkst greitt upp í kröfur sem námu um 1,2 milljörðum króna. Nú síðast hefur hann verið í forsvari fyrir félagið Uppbyggingu ehf. sem hyggur á stórar framkvæmdir á Akranesi. Samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins frá árinu 2017 er það í helmingseigu Engilberts og eiginkonu hans. Að sögn lögmanns Engilberts hefur eignarhaldinu hins vegar verið breytt og er félagið nú alfarið sagt í eigu eiginkonu hans. Félagið hefur verið að byggja íbúðarhús og hyggur á framkvæmdir við 55 herbergja hótel við Kirkjubraut á Akranesi. Deiliskipulag fyrir lóðina hefur verið samþykkt og er hún tilbúin til framkvæmda. Þá stendur einnnig til að reisa verslunarkjarna við Smiðjuvelli. Um mikla uppbyggingu er að ræða og á framkvæmdin að kosta um fimm milljarða króna. Deiliskipulag fyrir reitinn hefur þó ekki verið samþykkt. Í ákæru segir að að brotin hafi verið framin í sjálfstæðri atvinnustarfsemi og er hann sakaður um að hafa nýtt ávinning þeirra í þágu atvinnurekstrar og í eigin þágu. Engilbert vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Akranes Dómsmál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Engilbert Runólfsson sem hefur verið umsvifamikill verktaki á Akranesi hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi. Héraðssaksóknari gaf ákæruna út í sumar og málið verður tekið fyrir í héraðsdómi Vesturlands 30. október. Engilbert er ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum, bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. Hann er sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti á sex mánaða tímabili á árunum 2017 og 2018. Samtals nema meint skattsvik tæpum 24 milljónum króna.Klippa: Verktaki ákærður fyrir stórfelld skattsvik Engilbert hefur lengi verið nokkuð stórtækur á fasteignamarkaði. Hann var forstjóri verktakafyrirtækisins Innova ehf. sem var umsvifamikið fyrir hrun en var úrskurðað gjaldþrota árið 2010. Lítið fékkst greitt upp í kröfur sem námu um 1,2 milljörðum króna. Nú síðast hefur hann verið í forsvari fyrir félagið Uppbyggingu ehf. sem hyggur á stórar framkvæmdir á Akranesi. Samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins frá árinu 2017 er það í helmingseigu Engilberts og eiginkonu hans. Að sögn lögmanns Engilberts hefur eignarhaldinu hins vegar verið breytt og er félagið nú alfarið sagt í eigu eiginkonu hans. Félagið hefur verið að byggja íbúðarhús og hyggur á framkvæmdir við 55 herbergja hótel við Kirkjubraut á Akranesi. Deiliskipulag fyrir lóðina hefur verið samþykkt og er hún tilbúin til framkvæmda. Þá stendur einnnig til að reisa verslunarkjarna við Smiðjuvelli. Um mikla uppbyggingu er að ræða og á framkvæmdin að kosta um fimm milljarða króna. Deiliskipulag fyrir reitinn hefur þó ekki verið samþykkt. Í ákæru segir að að brotin hafi verið framin í sjálfstæðri atvinnustarfsemi og er hann sakaður um að hafa nýtt ávinning þeirra í þágu atvinnurekstrar og í eigin þágu. Engilbert vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Akranes Dómsmál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira