Allir eiga að borða hamingjusamar hitaeiningar Stefán Árni Pálsson skrifar 24. október 2019 13:30 Dagný segir það vel hægt að reka veitingarstað á landsbyggðinni. Dagný Magnúsdóttir listakona rekur kaffihúsið Hendur í höfn í Þorlákshöfn sem gegnir einnig mikilvægu menningarhlutverki í bænum. Eva Laufey hitti Dagnýju í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær og fékk að heyra hugmyndina á bakvið kaffihúsið, hvernig það sé að reka kaffihús á landsbyggðinni og þeim áskorunum sem fylgja rekstrinum og segir Dagný að oft á tíðum hafi hana langað að gefast upp og hreinlega loka kaffihúsinu. Dagný sló eftirminnilega í gegn í sjónvarpsþættinum Master Chef hér um árið og vakti þar eftirtekt fyrir bakstur. „Þetta átti að vera í algjöru aukahlutverki. Ég ætlaði bara að sinna þessu í algjöru framhjá hlaupi og vera svo á vinnustofunni. Ég hélt að það myndi enginn koma,“ segir Dagný.Dagný elskar að baka góðar kökur.„Ég lifi og hrærist í kringum mat og er svona kökufíkill. Sem barn fékk ég endalaust að vinna í eldhúsinu, bæði hjá ömmu minni og á mínu heimili. Þannig að ég átti mjög góðar fyrirmyndir bæði í bakstri og matargerð.“ Hún segist trúa á það að það sé ekkert svo óhollt að fólk megi ekki smakka það og ekkert svo hollt að hægt sé bara að lifa á því. „Hér gerum við allt frá grunni úr besta fáanlega hráefninu,“ segir Dagný sem fær flestallt hráefni rétt hjá Þorlákshöfn en sumt þarf hún að panta erlendis frá en leggur áherslu á að það sé allt mjög gott. „Ég trúi því að okkur sé ætlað að borða það sem landið okkar gefur okkur. Mér finnst mikilvægt að við borðum hamingjusamar hitaeiningar.“En hvernig gengur að reka veitingarstað úti á landsbyggðinni? „Við erum svo heppin hér að það hefur verið ótrúlega mikið að gera hjá okkur. Veturinn er eðlilega rólegri og þess vegna erum við duglegri að vera með einhverja viðburði yfir vetrartímann. Stundum er maður alveg bugaður og launakostnaðurinn er rosalega hár. Það vita það allir sem starfa í þessu. Hráefniskostnaður er líka að hækka mjög mikið og við getum ekki hækkað veitingarnar okkar í samræmi við það. Ég trúi því samt að þetta sé eitthvað sem eigi eftir að lifa, við þurfum öll að borða og matur er menning.“ Ísland í dag Veitingastaðir Ölfus Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
Dagný Magnúsdóttir listakona rekur kaffihúsið Hendur í höfn í Þorlákshöfn sem gegnir einnig mikilvægu menningarhlutverki í bænum. Eva Laufey hitti Dagnýju í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær og fékk að heyra hugmyndina á bakvið kaffihúsið, hvernig það sé að reka kaffihús á landsbyggðinni og þeim áskorunum sem fylgja rekstrinum og segir Dagný að oft á tíðum hafi hana langað að gefast upp og hreinlega loka kaffihúsinu. Dagný sló eftirminnilega í gegn í sjónvarpsþættinum Master Chef hér um árið og vakti þar eftirtekt fyrir bakstur. „Þetta átti að vera í algjöru aukahlutverki. Ég ætlaði bara að sinna þessu í algjöru framhjá hlaupi og vera svo á vinnustofunni. Ég hélt að það myndi enginn koma,“ segir Dagný.Dagný elskar að baka góðar kökur.„Ég lifi og hrærist í kringum mat og er svona kökufíkill. Sem barn fékk ég endalaust að vinna í eldhúsinu, bæði hjá ömmu minni og á mínu heimili. Þannig að ég átti mjög góðar fyrirmyndir bæði í bakstri og matargerð.“ Hún segist trúa á það að það sé ekkert svo óhollt að fólk megi ekki smakka það og ekkert svo hollt að hægt sé bara að lifa á því. „Hér gerum við allt frá grunni úr besta fáanlega hráefninu,“ segir Dagný sem fær flestallt hráefni rétt hjá Þorlákshöfn en sumt þarf hún að panta erlendis frá en leggur áherslu á að það sé allt mjög gott. „Ég trúi því að okkur sé ætlað að borða það sem landið okkar gefur okkur. Mér finnst mikilvægt að við borðum hamingjusamar hitaeiningar.“En hvernig gengur að reka veitingarstað úti á landsbyggðinni? „Við erum svo heppin hér að það hefur verið ótrúlega mikið að gera hjá okkur. Veturinn er eðlilega rólegri og þess vegna erum við duglegri að vera með einhverja viðburði yfir vetrartímann. Stundum er maður alveg bugaður og launakostnaðurinn er rosalega hár. Það vita það allir sem starfa í þessu. Hráefniskostnaður er líka að hækka mjög mikið og við getum ekki hækkað veitingarnar okkar í samræmi við það. Ég trúi því samt að þetta sé eitthvað sem eigi eftir að lifa, við þurfum öll að borða og matur er menning.“
Ísland í dag Veitingastaðir Ölfus Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira