Allir eiga að borða hamingjusamar hitaeiningar Stefán Árni Pálsson skrifar 24. október 2019 13:30 Dagný segir það vel hægt að reka veitingarstað á landsbyggðinni. Dagný Magnúsdóttir listakona rekur kaffihúsið Hendur í höfn í Þorlákshöfn sem gegnir einnig mikilvægu menningarhlutverki í bænum. Eva Laufey hitti Dagnýju í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær og fékk að heyra hugmyndina á bakvið kaffihúsið, hvernig það sé að reka kaffihús á landsbyggðinni og þeim áskorunum sem fylgja rekstrinum og segir Dagný að oft á tíðum hafi hana langað að gefast upp og hreinlega loka kaffihúsinu. Dagný sló eftirminnilega í gegn í sjónvarpsþættinum Master Chef hér um árið og vakti þar eftirtekt fyrir bakstur. „Þetta átti að vera í algjöru aukahlutverki. Ég ætlaði bara að sinna þessu í algjöru framhjá hlaupi og vera svo á vinnustofunni. Ég hélt að það myndi enginn koma,“ segir Dagný.Dagný elskar að baka góðar kökur.„Ég lifi og hrærist í kringum mat og er svona kökufíkill. Sem barn fékk ég endalaust að vinna í eldhúsinu, bæði hjá ömmu minni og á mínu heimili. Þannig að ég átti mjög góðar fyrirmyndir bæði í bakstri og matargerð.“ Hún segist trúa á það að það sé ekkert svo óhollt að fólk megi ekki smakka það og ekkert svo hollt að hægt sé bara að lifa á því. „Hér gerum við allt frá grunni úr besta fáanlega hráefninu,“ segir Dagný sem fær flestallt hráefni rétt hjá Þorlákshöfn en sumt þarf hún að panta erlendis frá en leggur áherslu á að það sé allt mjög gott. „Ég trúi því að okkur sé ætlað að borða það sem landið okkar gefur okkur. Mér finnst mikilvægt að við borðum hamingjusamar hitaeiningar.“En hvernig gengur að reka veitingarstað úti á landsbyggðinni? „Við erum svo heppin hér að það hefur verið ótrúlega mikið að gera hjá okkur. Veturinn er eðlilega rólegri og þess vegna erum við duglegri að vera með einhverja viðburði yfir vetrartímann. Stundum er maður alveg bugaður og launakostnaðurinn er rosalega hár. Það vita það allir sem starfa í þessu. Hráefniskostnaður er líka að hækka mjög mikið og við getum ekki hækkað veitingarnar okkar í samræmi við það. Ég trúi því samt að þetta sé eitthvað sem eigi eftir að lifa, við þurfum öll að borða og matur er menning.“ Ísland í dag Veitingastaðir Ölfus Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira
Dagný Magnúsdóttir listakona rekur kaffihúsið Hendur í höfn í Þorlákshöfn sem gegnir einnig mikilvægu menningarhlutverki í bænum. Eva Laufey hitti Dagnýju í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær og fékk að heyra hugmyndina á bakvið kaffihúsið, hvernig það sé að reka kaffihús á landsbyggðinni og þeim áskorunum sem fylgja rekstrinum og segir Dagný að oft á tíðum hafi hana langað að gefast upp og hreinlega loka kaffihúsinu. Dagný sló eftirminnilega í gegn í sjónvarpsþættinum Master Chef hér um árið og vakti þar eftirtekt fyrir bakstur. „Þetta átti að vera í algjöru aukahlutverki. Ég ætlaði bara að sinna þessu í algjöru framhjá hlaupi og vera svo á vinnustofunni. Ég hélt að það myndi enginn koma,“ segir Dagný.Dagný elskar að baka góðar kökur.„Ég lifi og hrærist í kringum mat og er svona kökufíkill. Sem barn fékk ég endalaust að vinna í eldhúsinu, bæði hjá ömmu minni og á mínu heimili. Þannig að ég átti mjög góðar fyrirmyndir bæði í bakstri og matargerð.“ Hún segist trúa á það að það sé ekkert svo óhollt að fólk megi ekki smakka það og ekkert svo hollt að hægt sé bara að lifa á því. „Hér gerum við allt frá grunni úr besta fáanlega hráefninu,“ segir Dagný sem fær flestallt hráefni rétt hjá Þorlákshöfn en sumt þarf hún að panta erlendis frá en leggur áherslu á að það sé allt mjög gott. „Ég trúi því að okkur sé ætlað að borða það sem landið okkar gefur okkur. Mér finnst mikilvægt að við borðum hamingjusamar hitaeiningar.“En hvernig gengur að reka veitingarstað úti á landsbyggðinni? „Við erum svo heppin hér að það hefur verið ótrúlega mikið að gera hjá okkur. Veturinn er eðlilega rólegri og þess vegna erum við duglegri að vera með einhverja viðburði yfir vetrartímann. Stundum er maður alveg bugaður og launakostnaðurinn er rosalega hár. Það vita það allir sem starfa í þessu. Hráefniskostnaður er líka að hækka mjög mikið og við getum ekki hækkað veitingarnar okkar í samræmi við það. Ég trúi því samt að þetta sé eitthvað sem eigi eftir að lifa, við þurfum öll að borða og matur er menning.“
Ísland í dag Veitingastaðir Ölfus Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira