Innlent

Eflingarfólk vill að SGS skoði framkomu stjórnenda

Samúel Karl Ólason skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson, formaður og framkvæmdastjóri Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson, formaður og framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Vilhelm
Fjórir starfsmenn Eflingar stéttarfélags sem eru í veikindaleyfi eða hafa verið reknir vilja að þing Starfsgreinasambandsins taki fyrir framkomu stjórnenda Eflingar gagnvart starfsmönnum. Allir starfsmennirnir vinna á skrifstofu stéttarfélagsins.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag og vitnað er í áskorun starfsmannanna sem segjast hafa verið hraktir úr störfum sínum með eineltistilburðum og ólíðandi framkomu.



Enn fremur segir í áskoruninni að fólkið hafi lengi starfað hjá Eflingu og eldri félaga og það hafi verið í ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir verkalýðshreyfinguna um áraraðir.

„Stétt­ar­fé­lag sem með of­beldi hrek­ur starfs­menn sína úr vinnu, neit­ar að ræða við þá nema með milli­göngu lög­manna sinna, neit­ar að ræða grund­vall­ar­rétt­indi þeirra, hef­ur af þeim hluta lífs­kjara og líf­eyri­skjara þegar starfs­lok nálg­ast, get­ur ekki verið á réttri leið.“


Tengdar fréttir

Framkvæmdastjóri Eflingar segir háttsetta stjórnendur félagsins hafa verið handgengnir fyrri forystu

Framkvæmdastjóri Eflingar tekur undir með formanni VR um að tiltekinn hópur starfsmanna félagsins hafi verið handgenginn fyrri forystu félagsins í kosningabaráttunni í fyrravor. Hann segir ógerning að fara að kröfum fyrrverandi stjórnenda félagsins upp á tugi milljóna króna. Lögmaður starfsfólksins hafi reynt að þvinga Eflingu til að gera óeðlilega samninga.

Skipað að þegja um kjarasamninginn

Fyrrverandi sviðsstjóri félagssviðs Eflingar segir mikla óánægju hafa ríkt með kjarasamninginn sem gerður var við Samtök atvinnulífsins í vor. Haldnir hafi verið lokaðir fundir þar sem fólk var skikkað til að samþykkja samninginn.

Efling segir engan fót fyrir ásökun fjármálastjórans

Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingu fjármálastjóra félagsins um vinnubrögð forystu Eflingar eru sagðar ósannar. Fullyrðingar hennar komu fram í yfirlýsingu sem var send til fjölmiðla í gær.

Segja forystu Eflingar haga sér eins og verstu skúrka

Fjármálastjóri og bókari Eflingar stéttafélags sem hafa verið í veikindafríi síðan síðasta haust hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem framkoma forystu Eflingar er hörmuð. Veikindi þeirra séu rakin til framkomu og atburða af hálfu stjórnenda á skrifstofu félagsins. Þá er forysta Eflingar sögð hafa sér eins og verstu skúrkar í atvinnurekendastétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×