Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2019 21:00 Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, er núna talsmaður fiskeldisfyrirtækjanna. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins til að snúa við neikvæðri byggðaþróun. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Tálknfirðingar urðu fyrir miklu áfalli fyrir fjórum árum þegar fiskvinnslu Þórsbergs var lokað en í framhaldinu fækkaði íbúum um sextíu manns. En smámsaman hefur samfélagið á Tálknafirði verið að ná vopnum sínum á ný, nú síðast með opnun seiðaeldisstöðar Arctic Fish í botni fjarðarins.Frá Tálknafirði. Fremst sést í eldisstöð Tungusilungs.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Seiðaeldisstöðin er gott dæmi um þá umbreytingu sem orðin er atvinnulífi í þessu 250 manna byggðarlagi. Núna er það ekki frystihúsið sem er stærsti vinnuveitandinn heldur fiskeldisstöðin. Þau eru raunar þrjú, fiskeldisfyrirtækin á Tálknafirði; Arnarlax, Artic Fish og Tungusilungur, og áætlar sveitarstjórinn að starfsmannafjöldi þeirra sem tengjast fiskeldi í sveitarfélaginu nálgist núna eitthundrað manns.Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er bara nýja „thingið“ okkar. Við ætlum að vera í þessu, nýta okkar bláu akra og framleiða góðan mat,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðar. Fjárfesting Arctic Fish í seiðaeldisstöðinni nemur hartnær fjórum milljörðum króna en hún var formlega opnuð með viðhöfn síðastliðinn föstudag. Sjá hér: Tálknfirðingar fögnuðu opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish „Þetta er stór vinnustaður hér, í rauninni stærsta fyrirtækið orðið hérna í atvinnurekstri á þessu svæði,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Og það er stefnt á enn stærri stöð. Sigurður segir Arctic Fish með byggingaráform um að bæta við einu húsi í viðbót. Einar K. Guðfinnsson var áður ráðherra og þingmaður kjördæmisins þegar stöðugt hallaði undan fæti en er núna talsmaður fiskeldisfyrirtækjanna. „Þetta er auðvitað okkar stærsta tækifæri í atvinnumálum sem við höfum séð um margra áratuga skeið. Og þetta er þegar farið að skila miklum árangri og farið að snúa við byggðaþróuninni þar sem hún hefur verið neikvæð undanfarna áratugi,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Byggðamál Fiskeldi Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Flaggskip selt og fiskvinnslu hætt til að forðast gjaldþrot Yfir 50 störf hverfa frá Tálknafirði með sölu stærsta fiskiskipsins og lokun frystihússins. Útgerðarmaðurinn segir reksturinn hafa stefnt í þrot. 12. október 2015 20:15 Segir áhættumat gefa færi á verulegum vexti laxeldis Tekjur þjóðarbúsins af laxeldi gætu margfaldast á næstu árum, miðað við það svigrúm sem áhættumat vísindamanna gefur á auknu sjókvíaeldi. 15. febrúar 2019 21:30 Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. 18. október 2019 20:43 Uppsagnir á Tálknafirði reiðarslag fyrir samfélagið „Fólk er að taka þessu mjög illa en marga grunaði að það væri eitthvað í gangi,“ segir einn þeirra 26 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði í fyrradag. 2. september 2015 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins til að snúa við neikvæðri byggðaþróun. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Tálknfirðingar urðu fyrir miklu áfalli fyrir fjórum árum þegar fiskvinnslu Þórsbergs var lokað en í framhaldinu fækkaði íbúum um sextíu manns. En smámsaman hefur samfélagið á Tálknafirði verið að ná vopnum sínum á ný, nú síðast með opnun seiðaeldisstöðar Arctic Fish í botni fjarðarins.Frá Tálknafirði. Fremst sést í eldisstöð Tungusilungs.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Seiðaeldisstöðin er gott dæmi um þá umbreytingu sem orðin er atvinnulífi í þessu 250 manna byggðarlagi. Núna er það ekki frystihúsið sem er stærsti vinnuveitandinn heldur fiskeldisstöðin. Þau eru raunar þrjú, fiskeldisfyrirtækin á Tálknafirði; Arnarlax, Artic Fish og Tungusilungur, og áætlar sveitarstjórinn að starfsmannafjöldi þeirra sem tengjast fiskeldi í sveitarfélaginu nálgist núna eitthundrað manns.Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er bara nýja „thingið“ okkar. Við ætlum að vera í þessu, nýta okkar bláu akra og framleiða góðan mat,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri Tálknafjarðar. Fjárfesting Arctic Fish í seiðaeldisstöðinni nemur hartnær fjórum milljörðum króna en hún var formlega opnuð með viðhöfn síðastliðinn föstudag. Sjá hér: Tálknfirðingar fögnuðu opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish „Þetta er stór vinnustaður hér, í rauninni stærsta fyrirtækið orðið hérna í atvinnurekstri á þessu svæði,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Og það er stefnt á enn stærri stöð. Sigurður segir Arctic Fish með byggingaráform um að bæta við einu húsi í viðbót. Einar K. Guðfinnsson var áður ráðherra og þingmaður kjördæmisins þegar stöðugt hallaði undan fæti en er núna talsmaður fiskeldisfyrirtækjanna. „Þetta er auðvitað okkar stærsta tækifæri í atvinnumálum sem við höfum séð um margra áratuga skeið. Og þetta er þegar farið að skila miklum árangri og farið að snúa við byggðaþróuninni þar sem hún hefur verið neikvæð undanfarna áratugi,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Byggðamál Fiskeldi Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Flaggskip selt og fiskvinnslu hætt til að forðast gjaldþrot Yfir 50 störf hverfa frá Tálknafirði með sölu stærsta fiskiskipsins og lokun frystihússins. Útgerðarmaðurinn segir reksturinn hafa stefnt í þrot. 12. október 2015 20:15 Segir áhættumat gefa færi á verulegum vexti laxeldis Tekjur þjóðarbúsins af laxeldi gætu margfaldast á næstu árum, miðað við það svigrúm sem áhættumat vísindamanna gefur á auknu sjókvíaeldi. 15. febrúar 2019 21:30 Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. 18. október 2019 20:43 Uppsagnir á Tálknafirði reiðarslag fyrir samfélagið „Fólk er að taka þessu mjög illa en marga grunaði að það væri eitthvað í gangi,“ segir einn þeirra 26 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði í fyrradag. 2. september 2015 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30
Flaggskip selt og fiskvinnslu hætt til að forðast gjaldþrot Yfir 50 störf hverfa frá Tálknafirði með sölu stærsta fiskiskipsins og lokun frystihússins. Útgerðarmaðurinn segir reksturinn hafa stefnt í þrot. 12. október 2015 20:15
Segir áhættumat gefa færi á verulegum vexti laxeldis Tekjur þjóðarbúsins af laxeldi gætu margfaldast á næstu árum, miðað við það svigrúm sem áhættumat vísindamanna gefur á auknu sjókvíaeldi. 15. febrúar 2019 21:30
Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. 18. október 2019 20:43
Uppsagnir á Tálknafirði reiðarslag fyrir samfélagið „Fólk er að taka þessu mjög illa en marga grunaði að það væri eitthvað í gangi,“ segir einn þeirra 26 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði í fyrradag. 2. september 2015 07:00