Uppsagnir á Tálknafirði reiðarslag fyrir samfélagið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. september 2015 07:00 26 starfsmönnum Þórsbergs í Tálknafirði var sagt upp störfum í fyrradag. vísir/pjétur „Fólk er að taka þessu mjög illa en marga grunaði að það væri eitthvað í gangi,“ segir einn þeirra 26 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði í fyrradag. Þórsberg er stærsti einstaki vinnuveitandi á Tálknafirði. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að þetta hafi verið gert vegna versnandi rekstrarumhverfis í útgerð og bolfiskvinnslu. „Við vorum kölluð saman og okkur öllum sagt upp nema skrifstofufólki og verkstjórum. Þetta er mjög slæmt í svona litlu samfélagi því það er ekki margt í boði. Þó að þú gætir hugsanlega fengið vinnu á Patreksfirði þá er meira en að segja það að keyra þangað að vetri til,“ segir starfsmaðurinn og bætir við að hann hafi ekki hugmynd um hvað taki við. „Ég veit að langfæstir hafa hugmynd um það hvað þeir fari að gera.“ Fréttablaðið hafði samband við aðra starfsmenn Þórsbergs en af ótta við að verða útskúfað úr samfélaginu á Tálknafirði vildi enginn koma fram undir nafni. „Það er ein fjölskylda á Tálknafirði sem ræður ríkjum og hefur alltaf gert það. Ef maður segir eitthvað á móti hennar hagsmunum fær maður að kenna á því. Þetta er þannig samfélag að það má ekki hundur pissa út í garði þá vita allir það um leið.“ Sveitarstjórinn í Tálknafirði, Indriði Indriðason, og stjórnendur Þórsbergs hittust á fundi í gær og fóru yfir stöðu mála. Að sögn Indriða er verið að leita lausna á vandanum. „Menn eru með hugmyndir og mér finnst þær líta nokkuð vel út. Ég get því miður ekki farið nánar út í þær að svo stöddu.“ Indriði segir uppsagnirnar vera reiðarslag fyrir samfélagið. „Ég er þó vongóður um að ástandið blessist. Mér sýnist allir á svæðinu snúa bökum saman til þess að reyna finna lausn á vandanum.“ Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
„Fólk er að taka þessu mjög illa en marga grunaði að það væri eitthvað í gangi,“ segir einn þeirra 26 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði í fyrradag. Þórsberg er stærsti einstaki vinnuveitandi á Tálknafirði. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að þetta hafi verið gert vegna versnandi rekstrarumhverfis í útgerð og bolfiskvinnslu. „Við vorum kölluð saman og okkur öllum sagt upp nema skrifstofufólki og verkstjórum. Þetta er mjög slæmt í svona litlu samfélagi því það er ekki margt í boði. Þó að þú gætir hugsanlega fengið vinnu á Patreksfirði þá er meira en að segja það að keyra þangað að vetri til,“ segir starfsmaðurinn og bætir við að hann hafi ekki hugmynd um hvað taki við. „Ég veit að langfæstir hafa hugmynd um það hvað þeir fari að gera.“ Fréttablaðið hafði samband við aðra starfsmenn Þórsbergs en af ótta við að verða útskúfað úr samfélaginu á Tálknafirði vildi enginn koma fram undir nafni. „Það er ein fjölskylda á Tálknafirði sem ræður ríkjum og hefur alltaf gert það. Ef maður segir eitthvað á móti hennar hagsmunum fær maður að kenna á því. Þetta er þannig samfélag að það má ekki hundur pissa út í garði þá vita allir það um leið.“ Sveitarstjórinn í Tálknafirði, Indriði Indriðason, og stjórnendur Þórsbergs hittust á fundi í gær og fóru yfir stöðu mála. Að sögn Indriða er verið að leita lausna á vandanum. „Menn eru með hugmyndir og mér finnst þær líta nokkuð vel út. Ég get því miður ekki farið nánar út í þær að svo stöddu.“ Indriði segir uppsagnirnar vera reiðarslag fyrir samfélagið. „Ég er þó vongóður um að ástandið blessist. Mér sýnist allir á svæðinu snúa bökum saman til þess að reyna finna lausn á vandanum.“
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira