Uppsagnir á Tálknafirði reiðarslag fyrir samfélagið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. september 2015 07:00 26 starfsmönnum Þórsbergs í Tálknafirði var sagt upp störfum í fyrradag. vísir/pjétur „Fólk er að taka þessu mjög illa en marga grunaði að það væri eitthvað í gangi,“ segir einn þeirra 26 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði í fyrradag. Þórsberg er stærsti einstaki vinnuveitandi á Tálknafirði. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að þetta hafi verið gert vegna versnandi rekstrarumhverfis í útgerð og bolfiskvinnslu. „Við vorum kölluð saman og okkur öllum sagt upp nema skrifstofufólki og verkstjórum. Þetta er mjög slæmt í svona litlu samfélagi því það er ekki margt í boði. Þó að þú gætir hugsanlega fengið vinnu á Patreksfirði þá er meira en að segja það að keyra þangað að vetri til,“ segir starfsmaðurinn og bætir við að hann hafi ekki hugmynd um hvað taki við. „Ég veit að langfæstir hafa hugmynd um það hvað þeir fari að gera.“ Fréttablaðið hafði samband við aðra starfsmenn Þórsbergs en af ótta við að verða útskúfað úr samfélaginu á Tálknafirði vildi enginn koma fram undir nafni. „Það er ein fjölskylda á Tálknafirði sem ræður ríkjum og hefur alltaf gert það. Ef maður segir eitthvað á móti hennar hagsmunum fær maður að kenna á því. Þetta er þannig samfélag að það má ekki hundur pissa út í garði þá vita allir það um leið.“ Sveitarstjórinn í Tálknafirði, Indriði Indriðason, og stjórnendur Þórsbergs hittust á fundi í gær og fóru yfir stöðu mála. Að sögn Indriða er verið að leita lausna á vandanum. „Menn eru með hugmyndir og mér finnst þær líta nokkuð vel út. Ég get því miður ekki farið nánar út í þær að svo stöddu.“ Indriði segir uppsagnirnar vera reiðarslag fyrir samfélagið. „Ég er þó vongóður um að ástandið blessist. Mér sýnist allir á svæðinu snúa bökum saman til þess að reyna finna lausn á vandanum.“ Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
„Fólk er að taka þessu mjög illa en marga grunaði að það væri eitthvað í gangi,“ segir einn þeirra 26 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði í fyrradag. Þórsberg er stærsti einstaki vinnuveitandi á Tálknafirði. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að þetta hafi verið gert vegna versnandi rekstrarumhverfis í útgerð og bolfiskvinnslu. „Við vorum kölluð saman og okkur öllum sagt upp nema skrifstofufólki og verkstjórum. Þetta er mjög slæmt í svona litlu samfélagi því það er ekki margt í boði. Þó að þú gætir hugsanlega fengið vinnu á Patreksfirði þá er meira en að segja það að keyra þangað að vetri til,“ segir starfsmaðurinn og bætir við að hann hafi ekki hugmynd um hvað taki við. „Ég veit að langfæstir hafa hugmynd um það hvað þeir fari að gera.“ Fréttablaðið hafði samband við aðra starfsmenn Þórsbergs en af ótta við að verða útskúfað úr samfélaginu á Tálknafirði vildi enginn koma fram undir nafni. „Það er ein fjölskylda á Tálknafirði sem ræður ríkjum og hefur alltaf gert það. Ef maður segir eitthvað á móti hennar hagsmunum fær maður að kenna á því. Þetta er þannig samfélag að það má ekki hundur pissa út í garði þá vita allir það um leið.“ Sveitarstjórinn í Tálknafirði, Indriði Indriðason, og stjórnendur Þórsbergs hittust á fundi í gær og fóru yfir stöðu mála. Að sögn Indriða er verið að leita lausna á vandanum. „Menn eru með hugmyndir og mér finnst þær líta nokkuð vel út. Ég get því miður ekki farið nánar út í þær að svo stöddu.“ Indriði segir uppsagnirnar vera reiðarslag fyrir samfélagið. „Ég er þó vongóður um að ástandið blessist. Mér sýnist allir á svæðinu snúa bökum saman til þess að reyna finna lausn á vandanum.“
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira