Átta mánaða fangelsi fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi undir áhrifum lyfjakokteils Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2019 07:30 Suðurlandsvegur var lokaður við Hádegismóa vegna slyssins. Vísir/Sigurjón Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi, meðal annars fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi þegar hann olli umferðarslysi á Suðurlandsvegi í janúar 2018. Maðurinn var undir áhrifum slævandi lyfja sem hann hefði fengið ávísað frá lækni og eiturlyfja, er slysið varð.Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slysið sem varð á gatnamótum Suðurlandsvegs og Vesturlandsvegs. Tildrög voru þau að maðurinn ók bíl sínum yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að árekstur varð við bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður hins bílsins brotnaði á vinstri lærlegg í árekstrinum og farþegi sama bíls hlaut tognun og ofreynslu á lendarhrygg, mar á mjaðmagrind og yfirborðsáverka á hendi. Í blóði mannsins mældist amfetamín, kókaín og tetrahýdrókannabínól auk lyfjanna alprazólam og díazepam, sem og nordíazepam, sem er virkt umbrotsefni díazepams. Í matsgerð rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði sem lögð var fram í málinu kom fram að ökumaðurinn hafi eftir töku ávana- og fíkniefnanna verið óhæfur til þess að stjórna ökutæki örugglega þegar sýnið var tekið.Styrkur annar lyfsins töluvert hærri en ráðlagður skammtur Lyfin tvö sem greindust einnig í blóði mannsins hafa slævandi áhrif á miðtaugakerfið og draga úr aksturhæfni í lækningalegum skömmtum. Í blóði mannsins reyndist styrkur díazepams vera eins og eftir töku lækningalegra skammta en styrkur alprazólams í blóðinu var töluvert hærri en eftir ráðlagðan lækningalegan skammta af lyfinu. Í matinu kom fram að fullvíst hafi verið að ökumaðurinn hafi ekki getað stjórnað ökutæki örugglega af þessum sökum.Maðurinn játaði sök fyrir dómi.Fréttablaðið/gvaFyrir dómi játaði maðurinn brot sitt skýlaust og samþykkti hann bótaskyldu í málinu. Játaði hann einnig á sig líkamsárás sem framin var í Vallarstræti sama dag og bílslysið. Sló hann þá annan einstakling með hnefahöggi í öxlina. Maðurinn hefur fjórum sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni, síðast í febrúar 2018 er hann var dæmdur í 60 daga fangelsi. Við ákvörðun refsingar var litið til brotasögu mannsins en einnig til þess að hann hafi játað brot sín skýlaust. Þótti hæfileg refsing átta mánaða fangelsi , skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða alls 1,1 milljón í bætur, 700 þúsund til ökumanns hins bílsins og 400 þúsund til farþega í hinum bílnum, sem hlutu meiðsli í slysinu. Auk þess þarf maðurinn að greiða 1,7 milljónir í málskostnað. Dómsmál Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús eftir slys á Suðurlandsvegi Þrír voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á gatnamótum Suðurlandsvegs og Vesturlandsvegs í morgun. 16. janúar 2018 10:13 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi, meðal annars fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi þegar hann olli umferðarslysi á Suðurlandsvegi í janúar 2018. Maðurinn var undir áhrifum slævandi lyfja sem hann hefði fengið ávísað frá lækni og eiturlyfja, er slysið varð.Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slysið sem varð á gatnamótum Suðurlandsvegs og Vesturlandsvegs. Tildrög voru þau að maðurinn ók bíl sínum yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að árekstur varð við bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður hins bílsins brotnaði á vinstri lærlegg í árekstrinum og farþegi sama bíls hlaut tognun og ofreynslu á lendarhrygg, mar á mjaðmagrind og yfirborðsáverka á hendi. Í blóði mannsins mældist amfetamín, kókaín og tetrahýdrókannabínól auk lyfjanna alprazólam og díazepam, sem og nordíazepam, sem er virkt umbrotsefni díazepams. Í matsgerð rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði sem lögð var fram í málinu kom fram að ökumaðurinn hafi eftir töku ávana- og fíkniefnanna verið óhæfur til þess að stjórna ökutæki örugglega þegar sýnið var tekið.Styrkur annar lyfsins töluvert hærri en ráðlagður skammtur Lyfin tvö sem greindust einnig í blóði mannsins hafa slævandi áhrif á miðtaugakerfið og draga úr aksturhæfni í lækningalegum skömmtum. Í blóði mannsins reyndist styrkur díazepams vera eins og eftir töku lækningalegra skammta en styrkur alprazólams í blóðinu var töluvert hærri en eftir ráðlagðan lækningalegan skammta af lyfinu. Í matinu kom fram að fullvíst hafi verið að ökumaðurinn hafi ekki getað stjórnað ökutæki örugglega af þessum sökum.Maðurinn játaði sök fyrir dómi.Fréttablaðið/gvaFyrir dómi játaði maðurinn brot sitt skýlaust og samþykkti hann bótaskyldu í málinu. Játaði hann einnig á sig líkamsárás sem framin var í Vallarstræti sama dag og bílslysið. Sló hann þá annan einstakling með hnefahöggi í öxlina. Maðurinn hefur fjórum sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni, síðast í febrúar 2018 er hann var dæmdur í 60 daga fangelsi. Við ákvörðun refsingar var litið til brotasögu mannsins en einnig til þess að hann hafi játað brot sín skýlaust. Þótti hæfileg refsing átta mánaða fangelsi , skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða alls 1,1 milljón í bætur, 700 þúsund til ökumanns hins bílsins og 400 þúsund til farþega í hinum bílnum, sem hlutu meiðsli í slysinu. Auk þess þarf maðurinn að greiða 1,7 milljónir í málskostnað.
Dómsmál Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús eftir slys á Suðurlandsvegi Þrír voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á gatnamótum Suðurlandsvegs og Vesturlandsvegs í morgun. 16. janúar 2018 10:13 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Þrír fluttir á sjúkrahús eftir slys á Suðurlandsvegi Þrír voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á gatnamótum Suðurlandsvegs og Vesturlandsvegs í morgun. 16. janúar 2018 10:13