Tafir á rannsókn barnaklámsmáls „óafsakanlegar“ Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2019 07:30 Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Endurskipulagning á rannsókn kynferðisbrotamála hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem nú er á lokastigum á að koma í veg fyrir óhóflegar tafir eins og urðu á máli manns sem var dæmdur fyrir vörslu á barnaklámi í þessum mánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, segir fjögurra ára drátt á því máli „óafsakanlegan“. Karlmaður á sextugsaldri var tekinn með töluvert magn barnaklámsefnis í Hafnarfirði árið 2015. Hann játaði strax í upphafi en engu að síður liðu fjögur ár þar til ákæra var gefin út á hendur honum, þá fyrir vörslu á um þúsund ljósmyndum og öðru eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á tveimur tölvum. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi um miðjan október, meðal annars vegna tafar á meðferð málsins sem maðurinn hafi ekki borið ábyrgð á og hafi ekki verið „réttlætt á annan hátt“. Karl Steinar segir við Vísi að óafsakanlegar tafir hafi orðið á málinu. Bæði hafi ferlar innan lögreglunnar ekki virkað sem skyldi en auk þess sé myndskoðunarhluti mála af þessu tagi tímafrekur þó að hann eigi ekki að taka eins langan tíma og rauninn varð í fyrrnefndu máli. „Við getum ekki annað en beðist afsökunar á hversu langan tíma þetta tók. Þarna er bara eitthvað ferli sem á ekki að eiga sér stað,“ segir hann.Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness 11. október.Fréttablaðið/GVALeita leiða til að flýta rannsóknum Málinu lauk þó ekki við það að maðurinn játaði hluta af brotinu í upphafi, að sögn Karls Steinars. Lögregla hafi þurft að ljúka rannsókn og leggja fyrir dómara sem taki endanlega ákvörðun um eðli brotsins. „Játning sem slík hjálpar upp að ákveðnu marki en hún ein og sér er ekki endalok málsins,“ segir hann. Þannig hafi enn þurft að rannsaka umfang brota mannsins, hvaðan hann hafi fengið efnið, hvort hann stæði í framleiðslu á því og hvers eðlis efnið væri. Þá þurfi að kanna hvort myndirnar séu þekktar í gagnagrunnum samstarfsaðila lögreglunnar svo hægt sé að reyna að stöðva framleiðslu og dreifingu á þeim. Myndflokkunarferlið við rannsóknir á málum af þessu tagi segir Karl Steinar sérstaklega tímafrekt þar sem alltaf þurfi tvo aðila til að sammælast um hvernig myndefni sé skilgreint. Lögreglan leiti nú leiða til að flýta ferlinu í tengslum við gagngera endurskipulagningu á meðferð kynferðisbrota sem hefur staðið yfir. Lokahnykkur í þeirri endurskoðun séu tillögur sem lögreglan hafi sent til dómsmálaráðuneytisins í haust um breytingar sem Karl Steinar segist vonast til að tryggi að tafir af þessu tagi endurtaki sig ekki. Að honum vitandi séu engin önnur mál á borði lögreglunnar þar sem viðlíka tafir hafa orðið á rannsókn. „Ég hef ekki ástæðu til að halda að þetta komi fyrir aftur,“ segir hann. Dómsmál Lögreglan Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Gripinn með mikið magn barnakláms í Hafnarfirði en sleppur við fangelsi Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Var hann ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. 23. október 2019 15:49 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Endurskipulagning á rannsókn kynferðisbrotamála hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem nú er á lokastigum á að koma í veg fyrir óhóflegar tafir eins og urðu á máli manns sem var dæmdur fyrir vörslu á barnaklámi í þessum mánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, segir fjögurra ára drátt á því máli „óafsakanlegan“. Karlmaður á sextugsaldri var tekinn með töluvert magn barnaklámsefnis í Hafnarfirði árið 2015. Hann játaði strax í upphafi en engu að síður liðu fjögur ár þar til ákæra var gefin út á hendur honum, þá fyrir vörslu á um þúsund ljósmyndum og öðru eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á tveimur tölvum. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi um miðjan október, meðal annars vegna tafar á meðferð málsins sem maðurinn hafi ekki borið ábyrgð á og hafi ekki verið „réttlætt á annan hátt“. Karl Steinar segir við Vísi að óafsakanlegar tafir hafi orðið á málinu. Bæði hafi ferlar innan lögreglunnar ekki virkað sem skyldi en auk þess sé myndskoðunarhluti mála af þessu tagi tímafrekur þó að hann eigi ekki að taka eins langan tíma og rauninn varð í fyrrnefndu máli. „Við getum ekki annað en beðist afsökunar á hversu langan tíma þetta tók. Þarna er bara eitthvað ferli sem á ekki að eiga sér stað,“ segir hann.Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness 11. október.Fréttablaðið/GVALeita leiða til að flýta rannsóknum Málinu lauk þó ekki við það að maðurinn játaði hluta af brotinu í upphafi, að sögn Karls Steinars. Lögregla hafi þurft að ljúka rannsókn og leggja fyrir dómara sem taki endanlega ákvörðun um eðli brotsins. „Játning sem slík hjálpar upp að ákveðnu marki en hún ein og sér er ekki endalok málsins,“ segir hann. Þannig hafi enn þurft að rannsaka umfang brota mannsins, hvaðan hann hafi fengið efnið, hvort hann stæði í framleiðslu á því og hvers eðlis efnið væri. Þá þurfi að kanna hvort myndirnar séu þekktar í gagnagrunnum samstarfsaðila lögreglunnar svo hægt sé að reyna að stöðva framleiðslu og dreifingu á þeim. Myndflokkunarferlið við rannsóknir á málum af þessu tagi segir Karl Steinar sérstaklega tímafrekt þar sem alltaf þurfi tvo aðila til að sammælast um hvernig myndefni sé skilgreint. Lögreglan leiti nú leiða til að flýta ferlinu í tengslum við gagngera endurskipulagningu á meðferð kynferðisbrota sem hefur staðið yfir. Lokahnykkur í þeirri endurskoðun séu tillögur sem lögreglan hafi sent til dómsmálaráðuneytisins í haust um breytingar sem Karl Steinar segist vonast til að tryggi að tafir af þessu tagi endurtaki sig ekki. Að honum vitandi séu engin önnur mál á borði lögreglunnar þar sem viðlíka tafir hafa orðið á rannsókn. „Ég hef ekki ástæðu til að halda að þetta komi fyrir aftur,“ segir hann.
Dómsmál Lögreglan Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Gripinn með mikið magn barnakláms í Hafnarfirði en sleppur við fangelsi Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Var hann ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. 23. október 2019 15:49 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Gripinn með mikið magn barnakláms í Hafnarfirði en sleppur við fangelsi Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Var hann ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. 23. október 2019 15:49