Gripinn með mikið magn barnakláms í Hafnarfirði en sleppur við fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2019 15:49 Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/gva Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Tekið var tillit til þess við ákvörðun refsinga að á fimmta ár er liðið síðan hann var handtekinn vegna málsins. Tafir á málinu væru ekki honum að kenna. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum á tveimur tölvum sínum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Myndefnið var haldlagt af lögreglu við húsleit á heimili ákærða í Hafnarfirði. Karlmaðurinn viðurkenndi brot sitt skýlaust við þingfestingu málsins í október og sagðist iðrast gjörða sinna. Féllst hann á kröfu lögreglu um upptöku á tölvunum sem voru haldlagðar. Við ákvörðun refsingar segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að líta beri til þess að hann hafi haft í vörslum sínum mikinn fjölda ljósmynda og hreyfimynda sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Á hinn bóginn horfði það manninum til málsbóta að hann játaði skýlaust, var samvinnufús við rannsókn málsins allt frá upphafi og kvaðst mjög iðrast gjörða sinna. Í gögnum málsins kemur fram að hann hafi allt frá því mál þetta kom upp verið í viðtalsmeðferð hjá sálfræðingi vegna vanlíðunar, skammar og eftirsjár. Loks tók dómari tillit til þess að rannsókn málsins hófst 28. apríl 2015 og var hann yfirheyrður sama dag. Gekkst hann strax við brotum sínum og afhenti öll gögn. Ákæra var ekki gefin út fyrr en rúmum fjórum árum síðar. „Verður töf þessi á meðferð málsins hvorki rakin til ákærða né hefur hún verið réttlætt á annan hátt,“ segir í dómnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór með rannsókn málsins. Þótti hæfileg refsing tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómur var kveðinn upp þann 11. október síðastliðinn. Dómsmál Hafnarfjörður Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Tekið var tillit til þess við ákvörðun refsinga að á fimmta ár er liðið síðan hann var handtekinn vegna málsins. Tafir á málinu væru ekki honum að kenna. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum á tveimur tölvum sínum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Myndefnið var haldlagt af lögreglu við húsleit á heimili ákærða í Hafnarfirði. Karlmaðurinn viðurkenndi brot sitt skýlaust við þingfestingu málsins í október og sagðist iðrast gjörða sinna. Féllst hann á kröfu lögreglu um upptöku á tölvunum sem voru haldlagðar. Við ákvörðun refsingar segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að líta beri til þess að hann hafi haft í vörslum sínum mikinn fjölda ljósmynda og hreyfimynda sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Á hinn bóginn horfði það manninum til málsbóta að hann játaði skýlaust, var samvinnufús við rannsókn málsins allt frá upphafi og kvaðst mjög iðrast gjörða sinna. Í gögnum málsins kemur fram að hann hafi allt frá því mál þetta kom upp verið í viðtalsmeðferð hjá sálfræðingi vegna vanlíðunar, skammar og eftirsjár. Loks tók dómari tillit til þess að rannsókn málsins hófst 28. apríl 2015 og var hann yfirheyrður sama dag. Gekkst hann strax við brotum sínum og afhenti öll gögn. Ákæra var ekki gefin út fyrr en rúmum fjórum árum síðar. „Verður töf þessi á meðferð málsins hvorki rakin til ákærða né hefur hún verið réttlætt á annan hátt,“ segir í dómnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór með rannsókn málsins. Þótti hæfileg refsing tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómur var kveðinn upp þann 11. október síðastliðinn.
Dómsmál Hafnarfjörður Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira