Innlent

Hægur vindur og bjart veður

Atli Ísleifsson skrifar
Í hugleiðingum veðurfræðings segir að eftir kalda nótt hlýni í veðri, hiti víða eitt til sex stig síðdegis en áfram frost í innsveitum norðaustanlands.
Í hugleiðingum veðurfræðings segir að eftir kalda nótt hlýni í veðri, hiti víða eitt til sex stig síðdegis en áfram frost í innsveitum norðaustanlands. Veðurstofan

Nokkur hálka er í flestum landshlutum og ekki síst í höfuðborginni. Hún er þó mismikil eða allt frá hálkublettum yfir í að vera flughált, að því er fram kemur hjá Vegagerðinni.

Annars er veðrið á þá leið að hægur vindur verður og yfirleitt bjart veður í dag, en suðvestan 8 til 13 metrar á sekúndu og úrkomulítið norðvestantil á landinu.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að eftir kalda nótt hlýni í veðri, hiti víða eitt til sex stig síðdegis en áfram frost í innsveitum norðaustanlands. Seint í kvöld fer að rigna á Vesturlandi.

Veðurstofan spáir suðvestan fimm til fimmtán metrum á sekúndu á morgun þar sem hvassast verður norðan heiða. „Skýjað veður og súld eða dálítil rigning um landið vestanvert. Hiti 1 til 8 stig. Það er útlit fyrir svipað veður á miðvikudag, en þó lægir heldur,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Suðvestan 8-13 m/s, en hægari S-lands. Skýjað á landinu og súld eða dálítil rigning V-til. Hiti 1 til 8 stig.

Á miðvikudag og fimmtudag: Suðvestan 5-10 og rigning öðru hverju, hiti 1 til 6 stig. Hægari á A-verðu, bjart með köflum og hiti kringum frostmark.

Á föstudag: Austlæg átt, skýjað og stöku él við N-ströndina, en skúrir syðst. Hiti kringum frostmark.

Á laugardag og sunnudag: Norðaustanátt og dálítil él, en léttskýjað SV-lands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.