Milljónir streymdu inn á bankareikning grunaðra kókaínsmyglara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2019 08:00 Frá útivistarsvæðinu í fangelsinu á Hólmsheiði þar sem mennirnir eru í gæsluvarðhaldi. Vísir/Vilhelm Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti í tengslum við innflutning á sextán kílóum af kókaíni í maí síðastliðnum. Málið bíður aðalmeðferðar við Héraðsdóm Reykjavíkur en mennirnir þrír hafa verið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði síðan málið kom upp. Þeir eiga yfir höfði sér þunga dóma verði þeir sakfelldir enda um sérstaklega mikið magn fíkniefna að ræða. Vísir hefur þegar greint frá innflutningnum sem mönnunum þremur er gefið að sök. Tveir eru sakaðir um að hafa reynt að flytja efnin inn flugleiðina frá Frankfurt að fyrirmælum þriðja mannsins. Milljónir lagðar inn á banka Í ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti kemur fram að sá sem gaf fyrirmælin hafi á tímabilinu 1. janúar 2017 til 17. maí 2019 tekið við, nýtt, umbreytt eða aflað sér ávinnings allt að fjárhæð rúmlega 19 milljóna króna með innflutningi, sölu eða dreifingu ótiltekins magns ávana- og fíkniefna. Fjármunirnir voru lagðir inn á bankareikning mannsins af ýmsum aðilum og honum sjálfum. Hinir tveir eru ákærðir fyrir samskonar peningaþvætti. Annar fyrir að þvætta á sjöundu milljón króna frá 1. janúar 2018 til 13. maí 2019. Þriðji aðilinn virðist hafa verið neðstur í keðjunni ef marka má upphæðirnar sem um ræðir. Peningarnir sem komu inn á hans reikning námu í heildina um 1,5 milljón króna en um var að ræða innlögn frá hinum mönnunum tveimur. Aðalmeðferð í málinu var huguð í þessari viku en hefur verið frestað. Mennirnir neituðu allir sök við þingfestingu málsins. Stöðugur innflutningur á kókaíni Fréttablaðið greindi frá því í gær að íslenskur karlmaður væri í haldi lögreglu á Spáni grunaður um innflutning á fimm kílóum af kókaíni til Íslands. Er um enn eitt kókaínmálið á þessu ári. Tveir voru teknir með 5,5 kíló í Leifsstöð í september. Þá voru fimm kíló af kókaíni falin í bíl sem kom til landsins með Norrænu í ágúst. Alls hefur verið lagt hald á meira en 30 kíló af kókaíni við komu til landsins í ár. Kókaín er talsvert dýrara en önnur fíkniefni. Samkvæmt tölum SÁÁ hefur götuvirðið lækkað nokkuð frá árslokum 2017, farið úr rúmum 18 þúsund krónum fyrir grammið niður í 14 þúsund. Dómsmál Fíkn Tollgæslan Tengdar fréttir Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti í tengslum við innflutning á sextán kílóum af kókaíni í maí síðastliðnum. Málið bíður aðalmeðferðar við Héraðsdóm Reykjavíkur en mennirnir þrír hafa verið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði síðan málið kom upp. Þeir eiga yfir höfði sér þunga dóma verði þeir sakfelldir enda um sérstaklega mikið magn fíkniefna að ræða. Vísir hefur þegar greint frá innflutningnum sem mönnunum þremur er gefið að sök. Tveir eru sakaðir um að hafa reynt að flytja efnin inn flugleiðina frá Frankfurt að fyrirmælum þriðja mannsins. Milljónir lagðar inn á banka Í ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti kemur fram að sá sem gaf fyrirmælin hafi á tímabilinu 1. janúar 2017 til 17. maí 2019 tekið við, nýtt, umbreytt eða aflað sér ávinnings allt að fjárhæð rúmlega 19 milljóna króna með innflutningi, sölu eða dreifingu ótiltekins magns ávana- og fíkniefna. Fjármunirnir voru lagðir inn á bankareikning mannsins af ýmsum aðilum og honum sjálfum. Hinir tveir eru ákærðir fyrir samskonar peningaþvætti. Annar fyrir að þvætta á sjöundu milljón króna frá 1. janúar 2018 til 13. maí 2019. Þriðji aðilinn virðist hafa verið neðstur í keðjunni ef marka má upphæðirnar sem um ræðir. Peningarnir sem komu inn á hans reikning námu í heildina um 1,5 milljón króna en um var að ræða innlögn frá hinum mönnunum tveimur. Aðalmeðferð í málinu var huguð í þessari viku en hefur verið frestað. Mennirnir neituðu allir sök við þingfestingu málsins. Stöðugur innflutningur á kókaíni Fréttablaðið greindi frá því í gær að íslenskur karlmaður væri í haldi lögreglu á Spáni grunaður um innflutning á fimm kílóum af kókaíni til Íslands. Er um enn eitt kókaínmálið á þessu ári. Tveir voru teknir með 5,5 kíló í Leifsstöð í september. Þá voru fimm kíló af kókaíni falin í bíl sem kom til landsins með Norrænu í ágúst. Alls hefur verið lagt hald á meira en 30 kíló af kókaíni við komu til landsins í ár. Kókaín er talsvert dýrara en önnur fíkniefni. Samkvæmt tölum SÁÁ hefur götuvirðið lækkað nokkuð frá árslokum 2017, farið úr rúmum 18 þúsund krónum fyrir grammið niður í 14 þúsund.
Dómsmál Fíkn Tollgæslan Tengdar fréttir Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26