Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. október 2019 18:45 Ungbörn hafa þurft að leita til barnadeildar Landspítalans vegna nóróveiru. Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í tæpa viku fyrir helgi vegna veirunnar. Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. Staðfest nóróveirusmit á ungbarnaleikskóla fékkst á mánudaginn í síðustu viku. Leikskólinn hefur pláss fyrir sextíu börn á aldrinum níu mánaða til tveggja ára. Nóróveirur eru bráðsmitandi og geta verið alvarlega þegar þær koma upp á fjölmennum stöðum, til að mynda leikskólum, skólum, dvalaheimilum og sjúkrahúsum. Á ungbarnaleikskólanum Ársól er hart tekið á því þegar veiran greinist. Skólastjóri leikskólans segir mörg börn og marga starfsmenn hafa veikst á síðustu tveimur vikum. „Vikan frá svona 16. október, þá voru mjög margir veikir. Það var innan við helmingur barna mætt 18. október. Starfsfólk smitaðist líka og þetta breiddist mjög hratt út,“ segir Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri á ungbarnaleikskólanum Ársól.Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri ungbarnaleikskólans Ársólar.Vísir/Baldur HrafnkellEkkert vit í öðru en að loka leikskólanum eftir að smitið fékkst staðfest „Það kom nóró fyrst fyrir fjórum árum og það var í raun þriggja mánaða ferli. Bæði börn og starfsfólk að smitast og hætti ekki fyrr en að þegar við lokuðum vegna jólaleyfis,“ segir Berglind. Með því að loka skólanum gengur veirusmit fyrr yfir. Skólahúsnæðið með öllu er sótthreinsað og foreldrar og börn í sóttkví heima við í að minnsta kosti fjóra sólarhringa. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þurftu sum barnanna aðhlynningu á barnaspítala vegna veikinda. Berglind segir foreldra sýna lokun sem þessari skilning. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur HrafnkellHeilbrigðiseftirlitið kannaði aðstæður eftir fréttaflutning Engin formleg tilkynning hafði borist til sóttvarnalæknis eða heilbrigðisyfirvalda um smitið frá leikskólanum. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt sé að útrýma veirunni, hún sé viðvarandi í þjóðfélaginu og að við því sé að búast að fleiri smit komi upp. „Það er alltaf hætta á því að það geti gerst og þess vegna höfum við líka birt leiðbeiningar um það að fólk gæti að sér, þegar það umgengst einstaklinga með niðurgang, að það gæti vel að hreinlæti og handþvotti. Gæti vel að mætvælum og passa að það komi ekki smit í matvæli og vatn og svo framvegis en það gerist því miður af og til,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. „Ertu feginn að þessu sé lokið þetta árið? Ég ætla að vona að þetta sé búið. Maður veit aldrei. það hefur komið fyrir að við höfum fengið aftur þannig að við skulum bara krossa fingur og vona að allir hressist sem fyrst,“ segir Berglind. Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Ungbörn hafa þurft að leita til barnadeildar Landspítalans vegna nóróveiru. Ungbarnaleikskóla í Grafarvogi var lokað í tæpa viku fyrir helgi vegna veirunnar. Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. Staðfest nóróveirusmit á ungbarnaleikskóla fékkst á mánudaginn í síðustu viku. Leikskólinn hefur pláss fyrir sextíu börn á aldrinum níu mánaða til tveggja ára. Nóróveirur eru bráðsmitandi og geta verið alvarlega þegar þær koma upp á fjölmennum stöðum, til að mynda leikskólum, skólum, dvalaheimilum og sjúkrahúsum. Á ungbarnaleikskólanum Ársól er hart tekið á því þegar veiran greinist. Skólastjóri leikskólans segir mörg börn og marga starfsmenn hafa veikst á síðustu tveimur vikum. „Vikan frá svona 16. október, þá voru mjög margir veikir. Það var innan við helmingur barna mætt 18. október. Starfsfólk smitaðist líka og þetta breiddist mjög hratt út,“ segir Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri á ungbarnaleikskólanum Ársól.Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri ungbarnaleikskólans Ársólar.Vísir/Baldur HrafnkellEkkert vit í öðru en að loka leikskólanum eftir að smitið fékkst staðfest „Það kom nóró fyrst fyrir fjórum árum og það var í raun þriggja mánaða ferli. Bæði börn og starfsfólk að smitast og hætti ekki fyrr en að þegar við lokuðum vegna jólaleyfis,“ segir Berglind. Með því að loka skólanum gengur veirusmit fyrr yfir. Skólahúsnæðið með öllu er sótthreinsað og foreldrar og börn í sóttkví heima við í að minnsta kosti fjóra sólarhringa. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þurftu sum barnanna aðhlynningu á barnaspítala vegna veikinda. Berglind segir foreldra sýna lokun sem þessari skilning. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur HrafnkellHeilbrigðiseftirlitið kannaði aðstæður eftir fréttaflutning Engin formleg tilkynning hafði borist til sóttvarnalæknis eða heilbrigðisyfirvalda um smitið frá leikskólanum. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt sé að útrýma veirunni, hún sé viðvarandi í þjóðfélaginu og að við því sé að búast að fleiri smit komi upp. „Það er alltaf hætta á því að það geti gerst og þess vegna höfum við líka birt leiðbeiningar um það að fólk gæti að sér, þegar það umgengst einstaklinga með niðurgang, að það gæti vel að hreinlæti og handþvotti. Gæti vel að mætvælum og passa að það komi ekki smit í matvæli og vatn og svo framvegis en það gerist því miður af og til,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. „Ertu feginn að þessu sé lokið þetta árið? Ég ætla að vona að þetta sé búið. Maður veit aldrei. það hefur komið fyrir að við höfum fengið aftur þannig að við skulum bara krossa fingur og vona að allir hressist sem fyrst,“ segir Berglind.
Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30