Innlent

Stálu hjólunum undan bílaleigubíl

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Allmargar tilkynningar um þjófnaði hafa borist lögreglunni á Suðurnesjum undanfarna daga.
Allmargar tilkynningar um þjófnaði hafa borist lögreglunni á Suðurnesjum undanfarna daga. Vísir/vilhelm

Lögreglu á Suðurnesjum var um helgina tilkynnt að fjórum felgum með hjólbörðum hefði verið stolið undan bílaleigubíl í umdæminu. Þegar að var komið stóð bifreiðin á undirvagninum öðrum megin en á tjakk hinum megin.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum. Á dögunum var einnig tilkynnt um að vespu hefði verið stolið í Keflavík og að einhver eða einhverjir hefðu látið greipar sópa í skáp í búningsklefa í Bláa lóninu.

Enn fremur var einstaklingur gripinn þar sem hann hafði tekið tvær tannkremstúpur, vítamínglas og límstifti úr verslun í umdæminu. Tveir til viðbótar urðu uppvísir að þjófnaði í annarri verslun, þar sem þeir höfðu stolið tveimur rakspíraglösum.

Loks barst tilkynning um ítrekaðan þjófnað úr komuverslun fríhafnarinnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Talið er að heildarverðmæti varningsins sem stolið hefur verið nemi um 150 þúsund krónum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.