Handóðir prjónarar pirrast vegna peysuhneppingar Kristján Már Unnarsson skrifar 29. október 2019 22:17 Hanna Rósa Sveinsdóttir, formaður Menningarfélagsins Hrauns. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Lífleg umræða hefur skapast í fésbókarhópnum Handóðir prjónarar eftir að þátturinn „Um land allt“ var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Umræðuþráðurinn um hvernig peysa Hönnu Rósu Sveinsdóttur sagnfræðings var hneppt hófst á þessum orðum: „Úff hvað ég á erfitt með að fylgast með þessum þætti þegar að viðmælandinn er í skakkt hnepptri peysu! Ég heyri ekkert hvað er verið að tala um... hugsa bara um að hneppa peysunni rétt! En falleg peysa á fallegri konu!“ Hanna Rósa var í viðtali um Hraun í Öxnadal, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar. Þegar þessi frétt er rituð hafa um eitthundrað manns, eingöngu konur, séð ástæðu til að leggja orð í belg.Viðtalið var tekið á hlaðinu á Hrauni í Öxnadal. Spyrillinn tók ekkert eftir því hvernig peysa viðmælandans var hneppt, frekar en líklega flestir aðrir karlmenn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Var einmitt að gubba þessu útúr mér við manninn sem sagði mig vera "klikkaða". En falleg peysa samt,“ sagði sú næsta. „Hahaha hún er örugglega í sjokki núna sjálf! Og skilur ekkert í þessum köllum að hafa ekki tekið eftir þessu og látið sig vita,“ sagði önnur. „Ég þori að veðja að ekki einn einasti karlmaður tók eftir þessu,“ var bætt við. „Ég pældi ekkert í því en aftur á móti fannst mér peysan gordjöss og liturinn maður minn.“ Margar tóku upp hanskann fyrir Hönnu Rósu. „Það vakti athygli mína hvað peysan fer þessari konu einstaklega vel. Hún er með svo fallegt hár sem passar svo vel við litinn á peysunni.“ „Bara krúttlegt, hún hefur þurft að flýta sér.“ „Mér finnst að sá/sú sem tók viðtalið eða myndaði þetta hefði mátt láta hana vita... þessu tekur maður ekki eftir sjálfur svo auðveldlega." Hér koma fleiri dæmi úr umræðunni: „Hahaha ég tók eftir þessu og sagði þetta við manninn minn hvað þetta væri skelfilegt.“ „Já þetta fangar alla athyglina.“ „Ég hlustaði bara á hana. Gaman af því sem hún sagði. Peysu hnepping auka atriði. Hvað er að ykkur?“ „Hreppstjórahnepping var þetta kallað í den. Kemur fyrir á bestu bæjum, sérstaklega þar sem nóg er að gera.“ „Ég rak upp hljóð.“ „Öllu er nú hægt að pirrast yfir.“ Þegar fréttastofan ræddi við Hönnu Rósu í dag kvaðst hún láta þessa umræðu sér í léttu rúmi liggja. Hún tæki þessu ekki alvarlega, hefði þvert á móti skemmt sér yfir þessu. Þátturinn um Öxnadal verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag klukkan 15 en einnig geta áskrifendur séð hann á Stöð 2 Frelsi. Hér má sjá kafla úr þættinum um Jónas og Hraun í Öxnadal: Hörgársveit Menning Um land allt Tengdar fréttir Hraun í Öxnadal líður enn fyrir bankahrunið Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. 28. október 2019 20:44 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira
Lífleg umræða hefur skapast í fésbókarhópnum Handóðir prjónarar eftir að þátturinn „Um land allt“ var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Umræðuþráðurinn um hvernig peysa Hönnu Rósu Sveinsdóttur sagnfræðings var hneppt hófst á þessum orðum: „Úff hvað ég á erfitt með að fylgast með þessum þætti þegar að viðmælandinn er í skakkt hnepptri peysu! Ég heyri ekkert hvað er verið að tala um... hugsa bara um að hneppa peysunni rétt! En falleg peysa á fallegri konu!“ Hanna Rósa var í viðtali um Hraun í Öxnadal, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar. Þegar þessi frétt er rituð hafa um eitthundrað manns, eingöngu konur, séð ástæðu til að leggja orð í belg.Viðtalið var tekið á hlaðinu á Hrauni í Öxnadal. Spyrillinn tók ekkert eftir því hvernig peysa viðmælandans var hneppt, frekar en líklega flestir aðrir karlmenn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Var einmitt að gubba þessu útúr mér við manninn sem sagði mig vera "klikkaða". En falleg peysa samt,“ sagði sú næsta. „Hahaha hún er örugglega í sjokki núna sjálf! Og skilur ekkert í þessum köllum að hafa ekki tekið eftir þessu og látið sig vita,“ sagði önnur. „Ég þori að veðja að ekki einn einasti karlmaður tók eftir þessu,“ var bætt við. „Ég pældi ekkert í því en aftur á móti fannst mér peysan gordjöss og liturinn maður minn.“ Margar tóku upp hanskann fyrir Hönnu Rósu. „Það vakti athygli mína hvað peysan fer þessari konu einstaklega vel. Hún er með svo fallegt hár sem passar svo vel við litinn á peysunni.“ „Bara krúttlegt, hún hefur þurft að flýta sér.“ „Mér finnst að sá/sú sem tók viðtalið eða myndaði þetta hefði mátt láta hana vita... þessu tekur maður ekki eftir sjálfur svo auðveldlega." Hér koma fleiri dæmi úr umræðunni: „Hahaha ég tók eftir þessu og sagði þetta við manninn minn hvað þetta væri skelfilegt.“ „Já þetta fangar alla athyglina.“ „Ég hlustaði bara á hana. Gaman af því sem hún sagði. Peysu hnepping auka atriði. Hvað er að ykkur?“ „Hreppstjórahnepping var þetta kallað í den. Kemur fyrir á bestu bæjum, sérstaklega þar sem nóg er að gera.“ „Ég rak upp hljóð.“ „Öllu er nú hægt að pirrast yfir.“ Þegar fréttastofan ræddi við Hönnu Rósu í dag kvaðst hún láta þessa umræðu sér í léttu rúmi liggja. Hún tæki þessu ekki alvarlega, hefði þvert á móti skemmt sér yfir þessu. Þátturinn um Öxnadal verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag klukkan 15 en einnig geta áskrifendur séð hann á Stöð 2 Frelsi. Hér má sjá kafla úr þættinum um Jónas og Hraun í Öxnadal:
Hörgársveit Menning Um land allt Tengdar fréttir Hraun í Öxnadal líður enn fyrir bankahrunið Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. 28. október 2019 20:44 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira
Hraun í Öxnadal líður enn fyrir bankahrunið Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. 28. október 2019 20:44
Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30