Vilja fjölga farþegum strætó Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. október 2019 20:00 Vonast er til þess að farþegum strætó fjölgi með tilkomu nýs leiðarnets sem var kynnt í gær. Framkvæmdastjóri Strætó segir að með nýja kerfinu gæti orðið fljótlegra að ferðast með strætó en á einkabílnum. Strætó óskar eftir aðkomu almennings við mótun nýs leiðanets en breytingar eru framundan í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. „Helstu breytingarnar kannski í þessu leiðaneti eru meiri tíðni, öflugri stofnleiðir og síðan almennar leiðir sem að flæða inn á þetta. Svo er náttúrlega hugmyndin að þetta renni bara inn í borgarlínuna þegar hún verður tilbúin í þeim áföngum sem hún kemur inn,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Sjá einnig: Nýtt leiðanet Strætó og borgarlínu: Styttri ferðatími en lengri ganga á næstu biðstöð Á helstu stofnleiðum er gert ráð fyrir að strætó aki á 7 til 10 mínútna fresti á annatíma. Aðrar leiðir aka á 15 mínútna fresti á annatíma en 20 til 30 mínútna fresti þess utan. „Þegar að sérrýmin eru komin öll til framkvæmda þá erum við að tala um að þetta sé bara jafnvel styttra en bíllinn en svona almennt eru almenningssamgöngur örlítið lengri,“ segir Jóhannes og vísar þar til ferðatímans. Samkvæmt fyrstu hugmyndum um nýtt leiðanet munu meira en tvöfalt fleiri íbúar höfuðborgarsvæðisins búa í innan við 400 metra radíus frá stoppistöð þar sem ferðir eru tíðari, þ.e. frá svokölluðum stofnbrautum. Sá tími sem það tekur að ganga að næstu stoppistöð kann þó að lengjast. „Við höfum svolítið haft hérna á höfuðborgarsvæðinu svokallað þekjandi kerfi þar sem fólk þarf ekki að labba mjög langt til að ná í strætó. Það hefur aftur á móti bitnað á tíðninni og hún er þá verri heldur en við vildum hafa þannig að það hefur verið svolítið að ryðja sér til rúms að fólk labbi örlítið lengra en komist þá fljótar á áfangastað,“ segir Jóhannes. Gert er ráð fyrir að nýja leiðanetið verði tekið í notkun í áföngum. „Við erum svona að kalla eftir ábendingum frá almenningi og svona leiðanet í smíði, hún tekur langan tíma.“ Samgöngur Strætó Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Vonast er til þess að farþegum strætó fjölgi með tilkomu nýs leiðarnets sem var kynnt í gær. Framkvæmdastjóri Strætó segir að með nýja kerfinu gæti orðið fljótlegra að ferðast með strætó en á einkabílnum. Strætó óskar eftir aðkomu almennings við mótun nýs leiðanets en breytingar eru framundan í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. „Helstu breytingarnar kannski í þessu leiðaneti eru meiri tíðni, öflugri stofnleiðir og síðan almennar leiðir sem að flæða inn á þetta. Svo er náttúrlega hugmyndin að þetta renni bara inn í borgarlínuna þegar hún verður tilbúin í þeim áföngum sem hún kemur inn,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Sjá einnig: Nýtt leiðanet Strætó og borgarlínu: Styttri ferðatími en lengri ganga á næstu biðstöð Á helstu stofnleiðum er gert ráð fyrir að strætó aki á 7 til 10 mínútna fresti á annatíma. Aðrar leiðir aka á 15 mínútna fresti á annatíma en 20 til 30 mínútna fresti þess utan. „Þegar að sérrýmin eru komin öll til framkvæmda þá erum við að tala um að þetta sé bara jafnvel styttra en bíllinn en svona almennt eru almenningssamgöngur örlítið lengri,“ segir Jóhannes og vísar þar til ferðatímans. Samkvæmt fyrstu hugmyndum um nýtt leiðanet munu meira en tvöfalt fleiri íbúar höfuðborgarsvæðisins búa í innan við 400 metra radíus frá stoppistöð þar sem ferðir eru tíðari, þ.e. frá svokölluðum stofnbrautum. Sá tími sem það tekur að ganga að næstu stoppistöð kann þó að lengjast. „Við höfum svolítið haft hérna á höfuðborgarsvæðinu svokallað þekjandi kerfi þar sem fólk þarf ekki að labba mjög langt til að ná í strætó. Það hefur aftur á móti bitnað á tíðninni og hún er þá verri heldur en við vildum hafa þannig að það hefur verið svolítið að ryðja sér til rúms að fólk labbi örlítið lengra en komist þá fljótar á áfangastað,“ segir Jóhannes. Gert er ráð fyrir að nýja leiðanetið verði tekið í notkun í áföngum. „Við erum svona að kalla eftir ábendingum frá almenningi og svona leiðanet í smíði, hún tekur langan tíma.“
Samgöngur Strætó Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira