Enski boltinn

Carrag­her segir að ein meiðsli gætu gert Liver­pool erfitt fyrir í topp­bar­áttunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jamie Carragher.
Jamie Carragher. vísir/getty
Jamie Carragher, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Liverpool, segir að hans fyrrum félagar í Liverpool séu ekki komnir með titilinn í hendurnar þrátt fyrir að vera með átta stiga forystu í enska boltanum eftir átta leiki.Manchester City hefur verið í meiðslavandræðum og Aymeric Laporte, einn besti miðvörður deildarinnar, hefur verið á meiðslalistanum. Það hefur gert City erfitt fyrir.Carragher segir að það sé versta staðan sem City hefði getað misst mann í - enda séu þeir fámennir þar eftir að Vincent Kompany yfirgaf félagið í sumar.„Það sem ég held er að Man. City er í meiðslavandræðum núna og það er að valda þeim vandræðum,“ sagði Carragher í samtali við talkSPORT.„Það eru vandræði fyrir alla og þrátt fyrir að þeir séu með betri hóp en Liverpool þá geturðu séð hversu mikið þetta hefur áhrif á þá.“„Maður hugsar kannski að þetta myndi hafa meiri áhrif á Liverpool því þeir eru ekki með jafn stóran hóp og City eru með en til að vera hreinskilinn þá eru meiðsli Man. City þar sem þeir eru veikastir; í miðri vörninni.“Liverpool er með átta stiga forskot og segir Carragher að þeir þurfa að nýta sér meiðsli lykilmanna City til þess að ná enn meiri forystu.„En það er enginn vafi á því að stór meiðsli hjá mikilvægum manni hjá Liverpool mun gera þeim erfitt fyrir. Þess vegna held ég að Liverpool-menn séu enn rólegir þrátt fyror að staðn sé góð. Það er enginn vafi á því.“„Ef einhver neitar því að staðan sé góð þá er hann lygari. Liverpool þarf að nýta sér það og ekki bara hugsa um að þeir séu með átta stiga forskot heldur reyna koma því upp í tíu eða tólf stig ef mögulegt.“„Sérstaklega þegar City er með leikmann eins og Laporte meiddann en það er enginn vafi á því að þegar Laporte kemur til baka og City kemst aftur á fætur þá eru þeir eru með lið eins og Liverpool sem getur unnið 17 eða 18 leiki í röð,“ sagði Carragher.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.