Stórefla þarf slysaskráningu hér á landi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. október 2019 13:33 Verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir að slysaskráning hér á landi sé ábótavant. Bæði þurfi að samræma gagnagrunna hjá hinum ýmsu stofnunum og þá þarf einnig að skrá ítarlegri upplýsingar. Aðeins þá sé hægt að sinna forvörnum með viðunandi hætti. Slysavarnafélagið Landsbjörg. Verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir að slysaskráning hér á landi sé ábótavant. Bæði þurfi að samræma gagnagrunna hjá hinum ýmsu stofnunum og þá þarf einnig að skrá ítarlegri upplýsingar. Aðeins þá sé hægt að sinna forvörnum með viðunandi hætti. Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur fyrir ráðstefnu á Grand hótel um öryggismál og slysavarnir sem stendur yfir í dag og á morgun. Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna, sér um þjónustu við allar slysavarnadeildir á landinu sem eru þrjátíu og sjö talsins. Hún segir að bæta þurfi slysaskráningar hér á landi. Slysaskrá Íslands heldur utan um skráningu en að sögn Svanfríðar hefur skráningin ekkert breyst síðan árið 2001. „Það er verið að notast við sitt hvort kerfið á heilsugæslu og spítölum. Svo er lögreglan líka með skráningu og tryggingarfélögin eru með sína skráningu þannig að raunverulega er enginn með sömu tölurnar.“Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg.LandsbjörgSvanfríður segir að einnig sé þörf á ítarlegri skráningu svo hægt sé að sinna forvörnum betur. „Já, okkur vantar að vita hvað gerðist, hvernig það gerðist og hvenær það gerðist. Þá getum við farið að vinna forvarnir.“ Svanfríður segir að ekki sé um séríslenskt vandamál að ræða. Á Evrópuráðstefnu um slysavarnir sem hún sótti í síðustu viku hafi slysaskráningar oft borið á góma. „Flest allir fyrirlesararnir þar töluðu mjög mikið um þetta. Við verðum að fá betri skráningar og við verðum að tosa meiri upplýsingar aftur til baka og það er það sem gildir til þess að geta unnið slysavarnir og líka til að sjá hvort verkefnin okkar eru að ná árangri.“ Landlæknir hefur sett af stað vinnuhóp um slysaskráningar. Svanfríður segir að brýnt sé að bregðast við sem allra fyrst. „Ég held að fólk í heilbrigðisstétt og er að skrá sé búið að missa trú á því að vinnan þeirra skipti einhverju máli og þá förum við að tapa upplýsingum, ef fólk skráir ekki nægilega vel, og okkur liggur á að laga svolítið til í garðinum okkar,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg. Björgunarsveitir Heilbrigðismál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir að slysaskráning hér á landi sé ábótavant. Bæði þurfi að samræma gagnagrunna hjá hinum ýmsu stofnunum og þá þarf einnig að skrá ítarlegri upplýsingar. Aðeins þá sé hægt að sinna forvörnum með viðunandi hætti. Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur fyrir ráðstefnu á Grand hótel um öryggismál og slysavarnir sem stendur yfir í dag og á morgun. Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna, sér um þjónustu við allar slysavarnadeildir á landinu sem eru þrjátíu og sjö talsins. Hún segir að bæta þurfi slysaskráningar hér á landi. Slysaskrá Íslands heldur utan um skráningu en að sögn Svanfríðar hefur skráningin ekkert breyst síðan árið 2001. „Það er verið að notast við sitt hvort kerfið á heilsugæslu og spítölum. Svo er lögreglan líka með skráningu og tryggingarfélögin eru með sína skráningu þannig að raunverulega er enginn með sömu tölurnar.“Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg.LandsbjörgSvanfríður segir að einnig sé þörf á ítarlegri skráningu svo hægt sé að sinna forvörnum betur. „Já, okkur vantar að vita hvað gerðist, hvernig það gerðist og hvenær það gerðist. Þá getum við farið að vinna forvarnir.“ Svanfríður segir að ekki sé um séríslenskt vandamál að ræða. Á Evrópuráðstefnu um slysavarnir sem hún sótti í síðustu viku hafi slysaskráningar oft borið á góma. „Flest allir fyrirlesararnir þar töluðu mjög mikið um þetta. Við verðum að fá betri skráningar og við verðum að tosa meiri upplýsingar aftur til baka og það er það sem gildir til þess að geta unnið slysavarnir og líka til að sjá hvort verkefnin okkar eru að ná árangri.“ Landlæknir hefur sett af stað vinnuhóp um slysaskráningar. Svanfríður segir að brýnt sé að bregðast við sem allra fyrst. „Ég held að fólk í heilbrigðisstétt og er að skrá sé búið að missa trú á því að vinnan þeirra skipti einhverju máli og þá förum við að tapa upplýsingum, ef fólk skráir ekki nægilega vel, og okkur liggur á að laga svolítið til í garðinum okkar,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg.
Björgunarsveitir Heilbrigðismál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira