Fótbolti

Guðlaugur Victor byrjar í hægri bakverði

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson fær að reyna fyrir sér í vörninni
Guðlaugur Victor Pálsson fær að reyna fyrir sér í vörninni vísir/vilhelm
Guðlaugur Victor Pálsson er í hægri bakverði í byrjunarliði Íslands gegn Frökkum í undankeppni EM 2020.

Varnarlínan er annars nokkuð hefðbundin með Kára Árnason og Ragnar Sigurðsson í miðverðinum. Ari Freyr Skúlason er svo í vinstri bakverði.

Birkir Bjarnason fær sæti í liðinu þrátt fyrir að vera án félags og þá kemur Rúnar Már Sigurjónsson inn á miðjuna í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar.

Jóhann Berg Guðmundsson kemur aftur inn í liðið eftir meiðsli og Arnór Ingvi Traustason er á hægri kantinum. Gylfi Þór Sigurðsson er í holunni og Kolbeinn Sigþórsson byrjar fremstur.

Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 og er hann í beinni textalýsingu hér á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×