Lífið

Engin feimni þegar Bríet og Sóli Hólm tóku lagið hjá Gumma Ben

Andri Eysteinsson skrifar

Bríet, ein vinsælasta söngkona landsins, var ásamt Önnu Svövu og Loga Bergmann gestur Gumma Ben í skemmtiþættinum Föstudagskvöld með Gumma Ben. Bríet spjallaði við Gumma og gestina áður en hún tók lagið.

Sjá einnig: Sóli Hólm fór á kostum sem Sindri Sindrason í Heimsókn

Bríet flutti eitt af hennar vinsælustu lögum, Feimin(n) en í laginu nýtur hún liðsinnis grafarvogsbúans knáa Arons Can. Aron var hins vegar ekki á svæðinu og því kom það í hlut skemmtikraftsins Sóla Hólm að fylla í skarð Arons.

Sóli Hólm lék því á hljómborð og söng með Bríet í lokaatriði þáttarins í gærkvöld.

Flutningurinn var glæsilegur en hann má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.