Lífið

Elísabet Ormslev flutti nýtt lag hjá Gumma Ben

Andri Eysteinsson skrifar
Elísabet Ormslev ásamt hljómsveit hjá Gumma Ben í gær.
Elísabet Ormslev ásamt hljómsveit hjá Gumma Ben í gær. Stöð 2

Söngkonan Elísabet Ormslev rak smiðshöggið á spjallþátt Guðmundar Benediktssonar á Stöð 2 í gær.

Gummi Ben, Sóli Hólm og gestir þeirra, þau Salka Sól, Emmsjé Gauti og Hjálmar Örn höfðu farið um víðan völl í þættinum, áður en Elísabet flutti nýtt lag sitt sem er væntanlegt í næstu viku.

Sjá einnig: Stórkostlegur flutningur Sölku Sólar sem Eivör í Eftirhermuhjólinu

Elísabet gaf út sitt fyrsta lag í sumar en hafði áður verið að syngja lög eftir aðra. Í viðtalið við útvarpsmanninn Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í sumar sagði Elísabet: „Áður hef ég bara verið að syngja eftir aðra, nú er kominn tími til að láta ljós mitt skína í þessum málum.“

Sjá einnig: Sóli Hólm sem Gísli Einars í maraþon útsendingu Landans.

Sjá má flutning Elísabetar í þættinum Föstudagskvöld með Gumma Ben hér að neðan.

Klippa: Elísabet Ormslev tekur lagið hjá Gumma Ben


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.