Lífið

Elísabet Ormslev flutti nýtt lag hjá Gumma Ben

Andri Eysteinsson skrifar
Elísabet Ormslev ásamt hljómsveit hjá Gumma Ben í gær.
Elísabet Ormslev ásamt hljómsveit hjá Gumma Ben í gær. Stöð 2
Söngkonan Elísabet Ormslev rak smiðshöggið á spjallþátt Guðmundar Benediktssonar á Stöð 2 í gær.Gummi Ben, Sóli Hólm og gestir þeirra, þau Salka Sól, Emmsjé Gauti og Hjálmar Örn höfðu farið um víðan völl í þættinum, áður en Elísabet flutti nýtt lag sitt sem er væntanlegt í næstu viku.Sjá einnig: Stórkostlegur flutningur Sölku Sólar sem Eivör í EftirhermuhjólinuElísabet gaf út sitt fyrsta lag í sumar en hafði áður verið að syngja lög eftir aðra. Í viðtalið við útvarpsmanninn Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í sumar sagði Elísabet: „Áður hef ég bara verið að syngja eftir aðra, nú er kominn tími til að láta ljós mitt skína í þessum málum.“Sjá einnig: Sóli Hólm sem Gísli Einars í maraþon útsendingu Landans.Sjá má flutning Elísabetar í þættinum Föstudagskvöld með Gumma Ben hér að neðan.

Klippa: Elísabet Ormslev tekur lagið hjá Gumma BenFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.