Lífið

Sóli Hólm fór á kostum sem Sindri Sindrason í Heimsókn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sóli sem Sindri Sindrason er mjög gott grín.
Sóli sem Sindri Sindrason er mjög gott grín.

Föstudagskvöld með Gumma Ben  var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld og var mikill gestagangur eins og vanalega. Gestir kvöldsins voru þau Anna Svava, Logi Bergmann og söngkonan Bríet.

Eins og í síðustu þáttum hefur Sóli Hólm farið í gervi þekktra einstaklinga en í fyrsta þættinum var hann Rikki G og núna síðast Gísli Einars.

Að þessu sinni var komið að sjónvarpsmanninum þekkta Sindra Sindrasyni en Sóli Hólm sýndi eigin útgáfu af þættinum Heimsókn sem hefur verið á dagskrá Stöðvar 2 í mörg ár og búið er að framleiða vel yfir 100 þætti.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.