Óvenjumargir greinst með lifrarbólgu C á árinu Birgir Olgeirsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 12. október 2019 13:29 Margir í hópnum sem um ræðir eru sprautufíklar sem eru ekki að smitast í fyrsta sinn. Vísir/Getty Hópur sprautufíkla fer stækkandi hér á landi og er úrræða þörf að sögn sóttvarnalæknis. Óvenjumargir hafa greinst með lifrarbólgu C það sem af er ári, eða 72. Þar af eru um 22 endursmit einstaklinga sem áður höfðu læknast af sýkingunni. Flestir þeirra smituðu eru íslenskir ríkisborgarar og kynjaskipting nokkuð jöfn. 730 þáðu boð heilbrigðisyfirvalda um meðferð við lifrarbólgu C í upphafi þriggja ára meðferðarátaks árið 2016. Flestir þeirra hreinsuðust af sýkingunni. Í dag er talið að um 60 séu sýktir af lifrarbólgu C. Dregið hefur úr fjölda nýrra tilfella en endursýkingum hefur fjölgað. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stóran hluta af þeim sem endursýkjast vera sprautufíkla sem ná ekki að læknast af sinni fíkn. „Þannig að það virðist vera að einstaklingar séu að sýkjast aftur þó það geti verið að þeir hafi læknast af sjúkdómnum þannig að er mjög mikilvægt að geta einblínt svolítið á þann hóp sprautufíkla og reyna að veita þeim betri meðferð en hefur verið gert,“ segir Þórólfur. Sjúkdómurinn smitast aðallega með sprautum og nálum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur„Þá er þetta hópurinn sem þarf að einblína á og reyna að bæta það með því að veita þessu fólki betri nálar og sprautur til þess að það mengist ekki og smitist aftur. Síðan þarf að reyna að lækna þetta fólk af sinni fíkn. Það er það sem þarf að einblína á í dag.“ Meðferðin við lifrarbólgu C er mjög dýr en meðferðarátakið var styrkt af lyfjafyrirtækinu sem framleiðir lyfið. „Þannig að ríkið bar ekki kostnað af lyfjameðferðinni og það var ákveðinn kostnaður sem fólst í því að ná til þessa fólks og rannsaka það. Rannsóknin hefur ekki verið íþyngjandi fyrir íslenska ríkið, en það kemur náttúrulega að því að þetta átak hættir og þá þarf ríkið að bera allan kostnað af því. Kostnaðurinn er umtalsverður við meðferð hvers einstaklings, þó ég geti ekki nefnt neina tölu í því.“ Þórólfur segir hóp sprautufíkla fara stækkandi og úrræða sé þörf. „Þannig að menn þurfa að gefa svolítið í til þess að veita þessum hópi betri þjónustu heldur en hefur verið gert, ef ráða á niðurlögum þessa sjúkdóms,“ segir Þórólfur að lokum. Heilbrigðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Hópur sprautufíkla fer stækkandi hér á landi og er úrræða þörf að sögn sóttvarnalæknis. Óvenjumargir hafa greinst með lifrarbólgu C það sem af er ári, eða 72. Þar af eru um 22 endursmit einstaklinga sem áður höfðu læknast af sýkingunni. Flestir þeirra smituðu eru íslenskir ríkisborgarar og kynjaskipting nokkuð jöfn. 730 þáðu boð heilbrigðisyfirvalda um meðferð við lifrarbólgu C í upphafi þriggja ára meðferðarátaks árið 2016. Flestir þeirra hreinsuðust af sýkingunni. Í dag er talið að um 60 séu sýktir af lifrarbólgu C. Dregið hefur úr fjölda nýrra tilfella en endursýkingum hefur fjölgað. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stóran hluta af þeim sem endursýkjast vera sprautufíkla sem ná ekki að læknast af sinni fíkn. „Þannig að það virðist vera að einstaklingar séu að sýkjast aftur þó það geti verið að þeir hafi læknast af sjúkdómnum þannig að er mjög mikilvægt að geta einblínt svolítið á þann hóp sprautufíkla og reyna að veita þeim betri meðferð en hefur verið gert,“ segir Þórólfur. Sjúkdómurinn smitast aðallega með sprautum og nálum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur„Þá er þetta hópurinn sem þarf að einblína á og reyna að bæta það með því að veita þessu fólki betri nálar og sprautur til þess að það mengist ekki og smitist aftur. Síðan þarf að reyna að lækna þetta fólk af sinni fíkn. Það er það sem þarf að einblína á í dag.“ Meðferðin við lifrarbólgu C er mjög dýr en meðferðarátakið var styrkt af lyfjafyrirtækinu sem framleiðir lyfið. „Þannig að ríkið bar ekki kostnað af lyfjameðferðinni og það var ákveðinn kostnaður sem fólst í því að ná til þessa fólks og rannsaka það. Rannsóknin hefur ekki verið íþyngjandi fyrir íslenska ríkið, en það kemur náttúrulega að því að þetta átak hættir og þá þarf ríkið að bera allan kostnað af því. Kostnaðurinn er umtalsverður við meðferð hvers einstaklings, þó ég geti ekki nefnt neina tölu í því.“ Þórólfur segir hóp sprautufíkla fara stækkandi og úrræða sé þörf. „Þannig að menn þurfa að gefa svolítið í til þess að veita þessum hópi betri þjónustu heldur en hefur verið gert, ef ráða á niðurlögum þessa sjúkdóms,“ segir Þórólfur að lokum.
Heilbrigðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira