Innlent

Fimm alvarlega slösuð eftir slys á Snæfellsvegi

Andri Eysteinsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Lögreglan
Lögreglan Vísir/Vilhelm

Alvarlegt umferðarslys varð á Snæfellsvegi á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. Mbl.is greinir frá því að tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-GRO og TF-EIR hafi verið kallaðar á vettvang. Bifreið fór út af veginum nærri bænum Gröf við Kleifá með þeim afleiðingum að fimm einstaklingar slösuðust.

Að sögn slökkviliðs eru meiðsli allra fimm einstaklinganna talin alvarleg og voru tvær þyrlur á vegum Landhelgisgæslunnar kallaðar út til þess að flytja fólkið á sjúkrahús í Reykjavík.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi að mögulega hafi bifreiðin sem fór út af tekið nokkrar veltur, og fólk jafnvel kastast út úr bifreiðinni. Þó liggur það ekki fyrir að svo stöddu.

Fjórir sjúkraflutningamenn frá Reykjavík voru með í för þegar þyrlur landhelgisgæslunnar voru sendar á vettvang. Fyrri þyrlan er nú við það að lenda í Reykjavík.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×