John Kerry sagði íslenska heilbrigðiskerfið hafa komið sér í gegnum ávarp sitt í Hörpu Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2019 21:00 Ólafur Ragnar Grímsson afhenti John Kerry verðlaun Hringborðs Norðurslóða í dag. Í ræðu sinni lofsamaði John Kerry heilbrigðiskerfi Íslendinga og lýsti yfir stríði við efasemdamenn um loftslagsbreytingar. John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, kom hingað til lands í morgun. Hann var kynntur á svið af formanni Hringborðs Norðurslóðanna, Ólafi Ragnari Grímssyni, sem sagði Kerry hafa sýnt þessum vettvangi stuðning frá byrjun. Ólafur sagði Kerry vel að verðlaununum komin fyrir ötula baráttu gegn loftslagsbreytingum. Þegar Kerry hóf ávarpa sitt var augljóst á röddinni að hann hafði glímt við flensu. Hann sagði þetta ávarpa hans vera prófstein á íslenska heilbrigðiskerfið. Ef hann kæmist í gegnum það án þess að röddin myndi bregðast honum, þá væru íslenskir heilbrigðisstarfsmenn að skila frábæru starfi. Kerry greindi frá því að hann hefði farið á Læknavaktina þar sem hann tók númer og beið þolinmóður eftir að röðin kæmi að honum. „Svo kom röðin en að mér en þau eru mjög klók. Þá ferðu inn á aðra biðstofu með öðru númerkerfi og maður bíður enn. En þetta gekk fljótt fyrir sig,“ sagði Kerry sem hélt röddinni út ávarpið. Hann sagði baráttuna við loftslagsbreytingar ærið verkefni því afleiðingarnar verða æ augljósari. „Þessi júlí lagði sitt að mörkum til að gera þetta ár að því heitasta í mannkynssögunni. Og þetta ár var hluti af heitasta áratug mannkynssögunnar. Áratugurinn á undan er sá næstheitasti og áratugurinn þar á undan sá þriðji heitasti.“ Efasemdarmenn væru þó til staðar. „Við erum með 130 efasemdarmenn á bandaríska þinginu og forseti Bandaríkjanna reynir að segja fólki að þetta séu kínverskt gabb.“ Kerry sagði staðreyndirnar augljósar en á okkar tímum væri auðvelt að dreifa lygum og efasemdum með hjálp tölvutækninnar. Hann minnti á að allir ættu rétt á sínum skoðunum en það breytti ekki staðreyndum málsins. Hann sagði stjórnmálamenn bregðast hlutverki sínu í baráttunni við loftslagsbreytingar. „Þess vegna er Greta Thunberg þarna úti og þess vegna eru börnin að efna til loftslagsverkfalla,“ sagði Kerry og bætti við að börnunum væri alveg sama um skoðanir manna, þau horfi einfaldlega til staðreynda málsins sem blasa við. Kerry greindi frá því að hann hefði fengið Arnold Schwarzenegger með sér í lið gegn efasemdarmönnum. Hefur hann lýst yfir stríði gegn þeim sem afneita loftslagsbreytingum. „Þeir sem dreifa efasemdum, lygum og afbökun á staðreyndum hafa lýst yfir stríði gegn almennri skynsemi og vísindum. Við þurfum að berjast gegn því til að gera það sama og við gerðum í seinni heimsstyrjöldinni þegar við ákváðum að við yrðum að hafa sigur.“ Heilbrigðismál Norðurslóðir Reykjavík Hringborð norðurslóða Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson afhenti John Kerry verðlaun Hringborðs Norðurslóða í dag. Í ræðu sinni lofsamaði John Kerry heilbrigðiskerfi Íslendinga og lýsti yfir stríði við efasemdamenn um loftslagsbreytingar. John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, kom hingað til lands í morgun. Hann var kynntur á svið af formanni Hringborðs Norðurslóðanna, Ólafi Ragnari Grímssyni, sem sagði Kerry hafa sýnt þessum vettvangi stuðning frá byrjun. Ólafur sagði Kerry vel að verðlaununum komin fyrir ötula baráttu gegn loftslagsbreytingum. Þegar Kerry hóf ávarpa sitt var augljóst á röddinni að hann hafði glímt við flensu. Hann sagði þetta ávarpa hans vera prófstein á íslenska heilbrigðiskerfið. Ef hann kæmist í gegnum það án þess að röddin myndi bregðast honum, þá væru íslenskir heilbrigðisstarfsmenn að skila frábæru starfi. Kerry greindi frá því að hann hefði farið á Læknavaktina þar sem hann tók númer og beið þolinmóður eftir að röðin kæmi að honum. „Svo kom röðin en að mér en þau eru mjög klók. Þá ferðu inn á aðra biðstofu með öðru númerkerfi og maður bíður enn. En þetta gekk fljótt fyrir sig,“ sagði Kerry sem hélt röddinni út ávarpið. Hann sagði baráttuna við loftslagsbreytingar ærið verkefni því afleiðingarnar verða æ augljósari. „Þessi júlí lagði sitt að mörkum til að gera þetta ár að því heitasta í mannkynssögunni. Og þetta ár var hluti af heitasta áratug mannkynssögunnar. Áratugurinn á undan er sá næstheitasti og áratugurinn þar á undan sá þriðji heitasti.“ Efasemdarmenn væru þó til staðar. „Við erum með 130 efasemdarmenn á bandaríska þinginu og forseti Bandaríkjanna reynir að segja fólki að þetta séu kínverskt gabb.“ Kerry sagði staðreyndirnar augljósar en á okkar tímum væri auðvelt að dreifa lygum og efasemdum með hjálp tölvutækninnar. Hann minnti á að allir ættu rétt á sínum skoðunum en það breytti ekki staðreyndum málsins. Hann sagði stjórnmálamenn bregðast hlutverki sínu í baráttunni við loftslagsbreytingar. „Þess vegna er Greta Thunberg þarna úti og þess vegna eru börnin að efna til loftslagsverkfalla,“ sagði Kerry og bætti við að börnunum væri alveg sama um skoðanir manna, þau horfi einfaldlega til staðreynda málsins sem blasa við. Kerry greindi frá því að hann hefði fengið Arnold Schwarzenegger með sér í lið gegn efasemdarmönnum. Hefur hann lýst yfir stríði gegn þeim sem afneita loftslagsbreytingum. „Þeir sem dreifa efasemdum, lygum og afbökun á staðreyndum hafa lýst yfir stríði gegn almennri skynsemi og vísindum. Við þurfum að berjast gegn því til að gera það sama og við gerðum í seinni heimsstyrjöldinni þegar við ákváðum að við yrðum að hafa sigur.“
Heilbrigðismál Norðurslóðir Reykjavík Hringborð norðurslóða Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira