Fótbolti

Aron Elís kallaður inn í landsliðshópinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson. vísir/getty

Aron Elís Þrándarson, leikmaður norska B-deildarliðsins Álasund, hefur verið kallaður inn í leikmannahóp A landsliðs karla fyrir leikinn við Andorra í undankeppni EM 2020 á mánudag.

Jóhann Berg Guðmundsson og Rúnar Már Sigurjónsson verða ekki með í leiknum gegn Andorra vegna meiðsla sem þeir urðu fyrir í 0-1 tapinu gegn Frakklandi á föstudag.

Aron Elís á 4 A-landsleiki fyrir Íslands hönd en hann lék með Víkingi Reykjavík áður en hann hélt í víking til Noregs árið 2014.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.