Innlent

Slysið á Snæfellsvegi var banaslys

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hinn látni var erlendur ferðamaður.
Hinn látni var erlendur ferðamaður. Vísir
Slysið sem varð á Snæfellsvegi nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi var banaslys. Einn hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi.Ástand hinna fjögurra sem í bifreiðinni voru liggur ekki fyrir. Um er að ræða erlenda ferðamenn, en ekki hefur verið gefið út hvaðan fólkið er.Að sögn Gísla Björnssonar, yfirmanns sjúkraflutninga á Vesturlandi, var ljóst þegar tilkynnt var um slysið að um alvarlegt slys væri að ræða þar sem hinir slösuðu voru fastir undir bílnum. Sjúkrabílar frá Akranesi, Borgarnesi, Grundarfirði, Ólafsvík og Stykkishólmi voru kallaðir út og í kjölfarið var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar.Fjórir sjúkraflutningamenn frá Reykjavík fóru með þyrlum Landhelgisgæslunnar á vettvang og voru fjórir fluttir á sjúkrahús í Reykjavík með flugi, þar af tveir alvarlega slasaðir, og lenti fyrri þyrlan á Landspítalanum í Fossvogi um 14:40 í gær og sú seinni tíu mínútum síðar. Sá fimmti var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl.Rannsókn á tildrögum slyssins stendur enn yfir.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.