Fótbolti

Ungverskt dómarateymi í Laugardalnum á morgun

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þessi verður á Laugardalsvelli á morgun
Þessi verður á Laugardalsvelli á morgun vísir/getty
Ungverjinn Tamas Bognar mun sjá um flautuleik á Laugardalsvelli á morgun þegar Andorra kemur í heimsókn á Laugardalsvöll og mætir strákunum okkar í H-riðli undankeppni EM 2020.Honum til halds og trausts verða landar hans, Balazs Buzas og Peter Kobor. Varadómarinn er sömuleiðis ungverskur, Balazs Berke.Bognar er 40 ára gamall og hefur dæmt á alþjóðagrundu frá árinu 2009 en hann hefur til að mynda dæmt í Evrópudeildinni á yfirstandandi leiktíð.Leikur Íslands og Andorra hefst klukkan 18:45 á morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.