Fótbolti

Ungverskt dómarateymi í Laugardalnum á morgun

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þessi verður á Laugardalsvelli á morgun
Þessi verður á Laugardalsvelli á morgun vísir/getty

Ungverjinn Tamas Bognar mun sjá um flautuleik á Laugardalsvelli á morgun þegar Andorra kemur í heimsókn á Laugardalsvöll og mætir strákunum okkar í H-riðli undankeppni EM 2020.

Honum til halds og trausts verða landar hans, Balazs Buzas og Peter Kobor. Varadómarinn er sömuleiðis ungverskur, Balazs Berke.

Bognar er 40 ára gamall og hefur dæmt á alþjóðagrundu frá árinu 2009 en hann hefur til að mynda dæmt í Evrópudeildinni á yfirstandandi leiktíð.

Leikur Íslands og Andorra hefst klukkan 18:45 á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.