Fótbolti

Arnór, Alfreð og Jón Guðni koma inn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór fær tækifærið á móti Andorra
Arnór fær tækifærið á móti Andorra vísir/bára
Arnór Sigurðsson, Jón Guðni Fjóluson og Alfreð Finnbogason byrja allir í liði Íslands gegn Andorra í kvöld.Erik Hamrén hefur opinberað byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Andorra á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2020 í kvöld.Ljóst var fyrir leikinn að Jóhann Berg Guðmundsson og Rúnar Már Sigurjónsson yrðu ekki með vegna meiðsla sem þeir hlutu gegn Frökkum á föstudag og þá er Aron Einar Gunnarsson ekki í hópnum vegna meiðsla.Birkir Bjarnason heldur sæti sínu á miðjunni frá leiknum við Frakka en með honum þar verður Gylfi Þór Sigurðsson.Arnór Ingvi Traustason heldur sæti sínu í byrjunarliðinu frá síðasta leik og á kantinum á móti honum kemur nafni hans Arnór Sigurðsson.Þá kemur Jón Guðni Fjóluson inn í vörnina í stað Kára Árnasonar. Guðlaugru Victor Pálsson heldur sæti sínu í stöðu hægri bakvarðar.Ísland breytir um leikkerfi og spilar með tvo framherja, Alfreð Finnbogason kemur inn og verður með Kolbeini Sigþórssyni frammi.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.