Fótbolti

Arnór: Geggjuð tilfinning að skora fyrsta markið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland í 2-0 sigri Íslands á Andorra í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld.

„Þetta er geggjuð tilfinnign. Fyrsta markið í fyrsta byrjunarliðsleiknum á Laugardalsvelli,“ sagði Arnór í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn.

Arnór skoraði fyrsta mark leiksins áðuðr en Kolbeinn Sigþórsson bætti öðru markinu við.

„Við kláruðum okkar verkefni, þrjú stig og það er bara flott.“

„Við vorum lengi af stað, þeir voru mjög neðarlega og við fundum ekki taktinn. Við fórum að spila á löngum boltum og taka seinni boltann og það virkaði og við komum okkur inn í leikinn.“

„Eftir fyrsta markið gátum við slakað á en ekki of mikið, við vildum ná öðru marki inn.“

Ísland gerði sitt með því að vinna leikinn, en fengu vondar fréttir í leikslok þegar ljóst var að Tyrkir og Frakkar gerðu jafntefli sem þýðir að úrslit Íslands eru ekki í þeirra höndum.

„Það er enn möguleiki, við þurfum bara ða klára okkar og taka sex stig,“ sagði Arnór Sigurðsson.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.