Fótbolti

Modric missir af El Clasico

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Meiddur
Meiddur vísir/getty

Real Madrid verður án besta knattspyrnumanns heims árið 2018, Luka Modric, í næstu leikjum og missir hann því af stórleiknum gegn erkifjendunum í Barcelona eftir tíu daga.

Modric meiddist á síðustu mínútu venjulegs leiktíma þegar Króatía og Wales gerðu 1-1 jafntefli í E-riðli undankeppni EM 2020 á laugardag.

Spænska stórveldið Real Madrid staðfestir á heimasíðu sinni að Modric hafi tognað á framanverðum lærvöðva og ætti hann því að vera frá í 2-3 vikur hið minnsta.

Real Madrid mætir Barcelona á Nývangi laugardaginn 26. október næstkomandi í uppgjöri toppliðanna í spænsku úrvalsdeildinni en Real Madrid er með tveimur fleiri stig en Barcelona og eru þau á kunnuglegum slóðum í 1. og 2. sæti deildarinnar eftir átta umferðir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.