Fótbolti

Modric missir af El Clasico

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Meiddur
Meiddur vísir/getty
Real Madrid verður án besta knattspyrnumanns heims árið 2018, Luka Modric, í næstu leikjum og missir hann því af stórleiknum gegn erkifjendunum í Barcelona eftir tíu daga.Modric meiddist á síðustu mínútu venjulegs leiktíma þegar Króatía og Wales gerðu 1-1 jafntefli í E-riðli undankeppni EM 2020 á laugardag.Spænska stórveldið Real Madrid staðfestir á heimasíðu sinni að Modric hafi tognað á framanverðum lærvöðva og ætti hann því að vera frá í 2-3 vikur hið minnsta.Real Madrid mætir Barcelona á Nývangi laugardaginn 26. október næstkomandi í uppgjöri toppliðanna í spænsku úrvalsdeildinni en Real Madrid er með tveimur fleiri stig en Barcelona og eru þau á kunnuglegum slóðum í 1. og 2. sæti deildarinnar eftir átta umferðir.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.