Innlent

Mann­réttinda­brot framin á hverjum degi á ein­stak­lingum með geð­rænan vanda

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Landsamtökin Geðhjálp sendu í dag frá sér ályktun þar sem fullyrt er að mannréttindabrot séu framin á hverjum degi á einstaklingum með geðrænan vanda.
Landsamtökin Geðhjálp sendu í dag frá sér ályktun þar sem fullyrt er að mannréttindabrot séu framin á hverjum degi á einstaklingum með geðrænan vanda. facebook/geðhjálp

Landsamtökin Geðhjálp sendu í dag frá sér ályktun þar sem fullyrt er að mannréttindabrot séu framin á hverjum degi á einstaklingum með geðrænan vanda í skjóli gildandi lögræðislaga þar sem túlkanir hafi verið hinum lögræðissvipta mjög í óhag.

Samtökin benda á að heimsóknarskýrsla Umboðsmanns Alþingis, sem er liður í eftirliti með stöðum þar sem frelsissviptir dvelja, hafi staðfest það.

Í skýrslu umboðsmanns segir að ljóst sé að fullnægjandi lagaheimildir séu ekki til staðar í íslenskri löggjöf til að taka ákvarðanir gagnvart frelsissviptum einstaklingum á geðheilbrigðisstofnunum sem geti falið í sér inngrip í réttindi sem eru varin í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.