Innlent

Mann­réttinda­brot framin á hverjum degi á ein­stak­lingum með geð­rænan vanda

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Landsamtökin Geðhjálp sendu í dag frá sér ályktun þar sem fullyrt er að mannréttindabrot séu framin á hverjum degi á einstaklingum með geðrænan vanda.
Landsamtökin Geðhjálp sendu í dag frá sér ályktun þar sem fullyrt er að mannréttindabrot séu framin á hverjum degi á einstaklingum með geðrænan vanda. facebook/geðhjálp
Landsamtökin Geðhjálp sendu í dag frá sér ályktun þar sem fullyrt er að mannréttindabrot séu framin á hverjum degi á einstaklingum með geðrænan vanda í skjóli gildandi lögræðislaga þar sem túlkanir hafi verið hinum lögræðissvipta mjög í óhag.

Samtökin benda á að heimsóknarskýrsla Umboðsmanns Alþingis, sem er liður í eftirliti með stöðum þar sem frelsissviptir dvelja, hafi staðfest það.

Í skýrslu umboðsmanns segir að ljóst sé að fullnægjandi lagaheimildir séu ekki til staðar í íslenskri löggjöf til að taka ákvarðanir gagnvart frelsissviptum einstaklingum á geðheilbrigðisstofnunum sem geti falið í sér inngrip í réttindi sem eru varin í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×