Innlent

Aðeins 4 prósent mála Kolbrúnar í gegn

Björn Þorfinnsson skrifar
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins
Á fundi borgarráðs í vikunni kvartaði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, yfir þeirri staðreynd að flokkur hennar hefði lagt fram, eða verið aðili að, 145 tillögum fyrir borgarstjórn. Aðeins sex tillögur hefðu verið samþykktar sem gera rúmlega fjögur prósent.Lét Kolbrún bóka að margir málaflokkar sem sneru að grunnþjónustu við borgarbúa hefðu mætt afgangi hjá meirihlutanum og að það væru þessi mál sem hún væri að reyna að vekja athygli á.Ályktaði hún að meirihlutinn hefði gert að venju sinni að kjósa eftir flokkslínum en ekki málefnum.Fulltrúar meirihlutans létu bóka að fjöldi mála endurspeglaði ekki endilega gæði mála. Það væri af og frá að meirihlutinn samþykkti eingöngu mál eftir flokkslínum. Þegar góð mál kæmu fram sem tónuðu við áherslur meirihlutans hefði verið tekið vel í það enda sýndi það sig að meirihlutinn hefði samþykkt ýmis mál sem komið hefðu frá minnihlutanum og stundum gert breytingar á hnökrum tillagna minnihlutans til að geta samþykkt þær.Ef hugmyndir væru ekki vel útfærðar væri þó ekki hægt að samþykkja þær þó að hugurinn væri góður.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.