Njóta hrekkjavökunnar saman Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 19. október 2019 10:00 Fjölskyldan er orðin afa slungin í því að skera út grasker í allra kvikinda líki. Guðmundur Thor segir það að horfa á Kjertalogann í graskerinu hafa róandi áhrif. Mynd/Guðmundur Thor Hrekkjavakan hefur á síðustu árum eignað sér stærri og stærri sess í hugum Íslendinga. Margir klæða sig upp í ógnvænlega búninga, haldin eru partí um land allt og sjá má útskorin grasker við útidyr margra landsmanna þegar líða tekur á október. Hrekkjavakan er haldin hátíðleg víða um heim þann 31. október og má búast við ýmsum kynjaverum á ferli hér á landi þann dag. Guðmundur Thor Kárason og fjölskylda hans leggja mikið upp úr graskersútskurði og öðrum þáttum tengdum hrekkjavökunni á þessum tíma árs. „Við fjölskyldan höfum alltaf verið dugleg að skera út grasker fyrir hrekkjavökuna og setja þau síðan út með logandi kertum,“ segir Guðmundur.„Krakkarnir hafa síðan klætt sig í búninga og farið um hverfið að betla sælgæti. Þar sem öskudagurinn er heilagur í okkar fjölskyldu og fyrir hann eru útbúnir mjög viðamiklir búningar þá hafa hrekkjavökubúningarnir meira byggst á andlitsmálningu og öðru slíku,“ bætir hann við. Margir landsmenn hafa haft orð á því síðastliðin ár að hrekkjavakan sé ekki íslensk hefð heldur hefð sem tekin hefur verið upp frá Ameríku. Guðmundur segir að í upphafi hafi fjölskyldan ekki verið spennt fyrir hrekkjavökunni en segir að með tímanum hafi skoðun þeirra breyst. „Hrekkjavakan naut ákveðinna fordóma hjá okkur í upphafi þar sem þetta er innfluttur amerískur siður. Það reyndist bara svo skemmtilegt að setjast öll saman og skera út graskerin að við höfum alveg tekið siðbót og njótum þess nú í botn að halda Hrekkjavökuna hátíðlega,“ segir hann. Þau hafa skorið grasker af miklum metnaði í áraraðir líkt og sjá má á myndunum og eitt árið fóru þau afar óhefðbundna leið í útskurðinum. „Eftirminnilegasta graskerið var þegar við notuðum GSM-síma sem auga á graskerið. Þá fundum við myndband af auga sem fyllti út í skjáinn á símanum og þannig fékk graskerið lifandi auga sem hreyfðist. Síminn lyktaði reyndar af graskeri talsverðan tíma eftir þetta,“ segir Guðmundur glaður í bragði. Fleiri myndir ásamt myndbandi má sjá á frettabladid.is.Fjölskyldan er orðin afar slungin í því að skera út grasker í allra kvikinda líki. Guðmundur Thor segir það að horfa á kertalogann í graskerinu hafa róandi áhrif. Mynd/Guðmundur ThorGuðmundur Thor Kárason og Tinna Guðmundsdóttir leita að innblæstri á alnetinu áður en þau hefjast handa við að skera út grasker fyrir hrekkjavökuna. Því næst teikna þau með tússpenna hvað á að skera út og hefjast svo handa.Svona skerum við út grasker: 1. Leita að hugmyndum á alnetinu um hvernig megi útfæra graskerskurðinn. 2. Teikna með tússpenna á graskerið það sem á að skera út. Ákveða hvað er skorið alveg í burtu, hvað er hálfskorið (hvítt/gegnsætt) og hvað er túlkað með línum/skurðum. 3. Byrja að skera út opið á graskerinu og síðan nota stóra málmskeið/málmsleif til að hreinsa og skafa innan úr því. 4. Nota dúkahníf eða annan mjög beittan hníf til að skera út graskerið. Ég er venjulega með einn dúkahníf og einn langan, mjóan hníf. 5. Setja sprittkerti, 1-3 stykki, í graskerið og njóta róandi áhrifa þess. Birtist í Fréttablaðinu Föndur Hrekkjavaka Krakkar Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Sjá meira
Hrekkjavakan hefur á síðustu árum eignað sér stærri og stærri sess í hugum Íslendinga. Margir klæða sig upp í ógnvænlega búninga, haldin eru partí um land allt og sjá má útskorin grasker við útidyr margra landsmanna þegar líða tekur á október. Hrekkjavakan er haldin hátíðleg víða um heim þann 31. október og má búast við ýmsum kynjaverum á ferli hér á landi þann dag. Guðmundur Thor Kárason og fjölskylda hans leggja mikið upp úr graskersútskurði og öðrum þáttum tengdum hrekkjavökunni á þessum tíma árs. „Við fjölskyldan höfum alltaf verið dugleg að skera út grasker fyrir hrekkjavökuna og setja þau síðan út með logandi kertum,“ segir Guðmundur.„Krakkarnir hafa síðan klætt sig í búninga og farið um hverfið að betla sælgæti. Þar sem öskudagurinn er heilagur í okkar fjölskyldu og fyrir hann eru útbúnir mjög viðamiklir búningar þá hafa hrekkjavökubúningarnir meira byggst á andlitsmálningu og öðru slíku,“ bætir hann við. Margir landsmenn hafa haft orð á því síðastliðin ár að hrekkjavakan sé ekki íslensk hefð heldur hefð sem tekin hefur verið upp frá Ameríku. Guðmundur segir að í upphafi hafi fjölskyldan ekki verið spennt fyrir hrekkjavökunni en segir að með tímanum hafi skoðun þeirra breyst. „Hrekkjavakan naut ákveðinna fordóma hjá okkur í upphafi þar sem þetta er innfluttur amerískur siður. Það reyndist bara svo skemmtilegt að setjast öll saman og skera út graskerin að við höfum alveg tekið siðbót og njótum þess nú í botn að halda Hrekkjavökuna hátíðlega,“ segir hann. Þau hafa skorið grasker af miklum metnaði í áraraðir líkt og sjá má á myndunum og eitt árið fóru þau afar óhefðbundna leið í útskurðinum. „Eftirminnilegasta graskerið var þegar við notuðum GSM-síma sem auga á graskerið. Þá fundum við myndband af auga sem fyllti út í skjáinn á símanum og þannig fékk graskerið lifandi auga sem hreyfðist. Síminn lyktaði reyndar af graskeri talsverðan tíma eftir þetta,“ segir Guðmundur glaður í bragði. Fleiri myndir ásamt myndbandi má sjá á frettabladid.is.Fjölskyldan er orðin afar slungin í því að skera út grasker í allra kvikinda líki. Guðmundur Thor segir það að horfa á kertalogann í graskerinu hafa róandi áhrif. Mynd/Guðmundur ThorGuðmundur Thor Kárason og Tinna Guðmundsdóttir leita að innblæstri á alnetinu áður en þau hefjast handa við að skera út grasker fyrir hrekkjavökuna. Því næst teikna þau með tússpenna hvað á að skera út og hefjast svo handa.Svona skerum við út grasker: 1. Leita að hugmyndum á alnetinu um hvernig megi útfæra graskerskurðinn. 2. Teikna með tússpenna á graskerið það sem á að skera út. Ákveða hvað er skorið alveg í burtu, hvað er hálfskorið (hvítt/gegnsætt) og hvað er túlkað með línum/skurðum. 3. Byrja að skera út opið á graskerinu og síðan nota stóra málmskeið/málmsleif til að hreinsa og skafa innan úr því. 4. Nota dúkahníf eða annan mjög beittan hníf til að skera út graskerið. Ég er venjulega með einn dúkahníf og einn langan, mjóan hníf. 5. Setja sprittkerti, 1-3 stykki, í graskerið og njóta róandi áhrifa þess.
Birtist í Fréttablaðinu Föndur Hrekkjavaka Krakkar Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Sjá meira