Fólk flykkist í þvagleggjahóp Sigurðar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. október 2019 06:30 Sigurður Halldór Jesson uppskar þakklæti í gær. „Það eru allir að hrósa manni og þakka fyrir. Þetta er dulinn hópur og menn hafa ekki mikið viljað koma fram,“ segir Sigurður Halldór Jesson sem í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að hann þarf að nota óhentugri þvagleggi en áður eftir útboð hjá Sjúkratryggingum Íslands í fyrra. Meðlimafjöldi Facebook-hópsins fyrir notendur þvagleggja sem Sigurður stofnaði um málefnið meira en tvöfaldaðist eftir birtingu fréttarinnar í gær. „Fólk er að segja sínar reynslusögur. Það eru greinilega fleiri en ég sem hafa ekki fengið leggina sem þeir voru áður að nota eftir útboðið í fyrra,“ segir Sigurður sem kveður þar um að ræða aðrar tegundir heldur en þá sem hann sjálfur notaði áður. „Það er nánast jöfn skipting karla og kvenna í hópnum og ein skrifaði að hún hefði óttast það í mjög langan tíma að einmitt þetta myndi gerast. Hún þekkti eina sem notar stóma og lenti í niðurskurði hjá Sjúkratryggingum þannig að hún þarf að borga hluta af sínum búnaði sjálf ef hún ætlar að fá að vera með það sem hentar henni,“ segir Sigurður. Það séu því ekki aðeins þvagleggjanotendur sem séu í vanda. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir eina kvörtun hafa borist um þá þvagleggi sem nú séu í boði. „Fyrir þessa vöru, eins og önnur hjálpartæki, er til undanþáguleið fyrir þá notendur sem óska eftir að fá aðra vöru eða tegund niðurgreidda af SÍ. Við bendum notendum á þá leið ef þeir hafa samband við okkur vegna vöru sem þeir telja ekki henta sér nægilega vel,“ segir María. Þá kveður María Sjúkratryggingar Íslands harma það ef Icepharma hafi greint viðmælanda Fréttablaðsins rangt frá framkvæmd útboðsins og gildi þeirra tilboða sem bárust. „Staðreyndin er sú að þvagleggir af þeirri tegund sem um er rætt voru ekki boðnir og því ekki unnt að semja um kaup á þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
„Það eru allir að hrósa manni og þakka fyrir. Þetta er dulinn hópur og menn hafa ekki mikið viljað koma fram,“ segir Sigurður Halldór Jesson sem í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að hann þarf að nota óhentugri þvagleggi en áður eftir útboð hjá Sjúkratryggingum Íslands í fyrra. Meðlimafjöldi Facebook-hópsins fyrir notendur þvagleggja sem Sigurður stofnaði um málefnið meira en tvöfaldaðist eftir birtingu fréttarinnar í gær. „Fólk er að segja sínar reynslusögur. Það eru greinilega fleiri en ég sem hafa ekki fengið leggina sem þeir voru áður að nota eftir útboðið í fyrra,“ segir Sigurður sem kveður þar um að ræða aðrar tegundir heldur en þá sem hann sjálfur notaði áður. „Það er nánast jöfn skipting karla og kvenna í hópnum og ein skrifaði að hún hefði óttast það í mjög langan tíma að einmitt þetta myndi gerast. Hún þekkti eina sem notar stóma og lenti í niðurskurði hjá Sjúkratryggingum þannig að hún þarf að borga hluta af sínum búnaði sjálf ef hún ætlar að fá að vera með það sem hentar henni,“ segir Sigurður. Það séu því ekki aðeins þvagleggjanotendur sem séu í vanda. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir eina kvörtun hafa borist um þá þvagleggi sem nú séu í boði. „Fyrir þessa vöru, eins og önnur hjálpartæki, er til undanþáguleið fyrir þá notendur sem óska eftir að fá aðra vöru eða tegund niðurgreidda af SÍ. Við bendum notendum á þá leið ef þeir hafa samband við okkur vegna vöru sem þeir telja ekki henta sér nægilega vel,“ segir María. Þá kveður María Sjúkratryggingar Íslands harma það ef Icepharma hafi greint viðmælanda Fréttablaðsins rangt frá framkvæmd útboðsins og gildi þeirra tilboða sem bárust. „Staðreyndin er sú að þvagleggir af þeirri tegund sem um er rætt voru ekki boðnir og því ekki unnt að semja um kaup á þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30