Innlent

Ragnar Þór vonsvikinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er vonsvikinn með ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um að þrengja lánaskilyrði til þess að draga úr útlánavexti. Ekki hafi verið lagt upp með slíkt þegar skipt var um fólk í stjórninni. Hann beri þó fullt traust til síns fólks og segir breytingar taka tíma.„Við erum ekki ein sem komum að þessum sjóði, það eru líka atvinnurekendur. Það er alveg ljóst að það þarf að fara í gagngera endurskoðun á bæði lánastefnu og vaxtastefnu lífeyrissjóðanna í heild sinni,“ segir Ragnar Þór og segir sitt fólk meðal annars hafa horft til Skandinavíu í þessum efnum.„Maður kastar ekki inn handklæðinu í fyrstu atrennu. Við erum með helming stjórnarsæta á móti atvinnurekendum. Ég ber enn þá fullt traust til þeirrar stjórnar sem er nýtekin við. Þetta er bráðabirgðastjórn og við erum að vinna núna að því að loka ferlinu með langtímakjör stjórnarmanna í þessum mánuði. Ég á svo sem ekki von á einhverjum stefnubreytingum.“

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.