Innlent

Flæddi upp á Fiskmarkaðnum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Dælubíll var sendur á staðinn í morgun.
Dælubíll var sendur á staðinn í morgun. Vísir/vilhelm
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun þegar vatn flæddi upp úr niðurföllum hjá veitingastöðunum Matarkjallaranum og Fiskmarkaðnum.

RÚV greindi fyrst frá. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við Vísi að lagnakerfi staðanna hafi ekki haft undan og því flætt upp. Dælubílar hafi verið sendir á staðinn en vatnið á Fiskmarkaðnum náði um 10 sentímetra hæð. Ekkert tjón hlaust þó af og segir varðstjóri að allt hafi farið eins vel og hægt var.

Hrefna Sætran eigandi Fiskmarkaðarins segir í samtali við RÚV að það flæði upp úr niðurföllum öðru hvoru, einkum þegar rignir mikið líkt og í nótt og nú í morgun. Þá muni vatnið ekki hafa áhrif á reksturinn í dag.

Varðstjóri segir daginn annars hafa verið rólegan hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Þá þurftu slökkviliðs- eða sjúkraflutningamenn ekki að sinna neinum veðurtengdum útköllum í gærkvöldi eða í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×