Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. október 2019 19:00 Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. Sveitarstjórn hefur gert athugasemd vegna málsins en virðist ætla að samþykkja húsin samkvæmt fundargerð frá fundi sem hefur ekki farið fram. Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda á svæðinu segir húsin ólögleg og krefst aðgerða. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village sem rekið er af Eternal Resort sem er í eigu malasískra fjárfesta hefur verið með fimmtán hjólhýsi í rekstri á jörðinni Leyni sem tilheyrir Rangárþingi ytra síðan í vor. Sumarhúsa-og landeigendur á svæðinu eru afar ósáttir.Byggt í óleyfi Ásgeir Kristján Ólafsson húsasmiðameistari og byggingarstjóri er talsmaður þeirra. „Bæði kúluhúsin og hjólhýsin á svæðinu eru ólögleg á svæðinu. Það er búið að láta þá vita að þeir þurfa að aftengja aðveitu og fráveitu frá hjólhýsunum en þeir hafa ekki gert það. Þá eru þeir byrjaðir að setja upp kúluhúsin þrátt fyrir að engin leyfi séu fyrir hendi hvorki byggingar, né rekstrarleyfi. Hérna eru komnar rotþrær og annað slíkt. Þetta er á fjarrsvæði vatnsverndar, það eru 200 metrar í Blákoll sem er helsta ferskvatnslind sveitarinnar og allt vatn héðan rennur að Lækjarbotnum vatnsbóli Hellu,“ segir Ásgeir.Engin leyfi frá skipulags-og umferðarnefnd Fram hefur komið hjá Haraldi Eiríkssyni formanni skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra að við þetta hafi verið gerðar athugasemdir en hjólhýsin hafi aðeins fengið stöðuleyfi ekki leyfi til að tengja við fráveitu eða aðveitu. Ferðaþjónustan virðist því hafa farið eitthvað framúr sér. Þá kom fram að stöðuleyfi fyrir kúluhúsum hafi ekki komið fram ennþá þannig að það kom á óvart að þau séu þegar byrjuð að rísa. Á morgun verður fundur hjá skipulags-og umferðarnefnd Rangárþings ytra og þar á að taka málið fyrir.Í versta falli hafi stjórnsýslulög verið brotin Fréttastofa fékk fundargerð sem birtist á heimasíðu sveitarfélagsins fyrir helgi þar sem kemur fram að á fundinum sem verður á morgun í nefndinni fái kúluhúsin svokallað stöðuleyfi. Hún hefur nú verið fjarlægð. Ásgeir lýsir furðu sinni á því að búið sé að veita leyfi áður en það hafi verið samþykkt á fundinum. „Þessi vinnubrögð samræmast engum stjórnsýslulögum og í versta falli hafa þau verið brotin sem er alvarlegt. Kannski eru þetta bara vinnubrögðin sem eru viðhöfð,“ segir Ásgeir.Ætla að byggja þorp á svæðinu Malasíska fyrirtækið Eternal resort hyggst byggja nokkur hundruð manna ferðaþjónustu á jörðinni Leyni 2 og 2 og hefur fólk áhyggjur af því hvað fyrirhugað er að byggja mikið nálægt vatnsverndarsvæðinu. „Þarna er verið að færa þéttbýli í sveitina og þetta er ofaná fjarsvæði vatnsverndar. Með einhverja fráveitu og þá setjum við vatnsbólin í hættu. Þetta hlýtur að fara í umhverfismat að fá þetta þorp hingað,“ segir Ásgeir að lokum. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. Sveitarstjórn hefur gert athugasemd vegna málsins en virðist ætla að samþykkja húsin samkvæmt fundargerð frá fundi sem hefur ekki farið fram. Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda á svæðinu segir húsin ólögleg og krefst aðgerða. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village sem rekið er af Eternal Resort sem er í eigu malasískra fjárfesta hefur verið með fimmtán hjólhýsi í rekstri á jörðinni Leyni sem tilheyrir Rangárþingi ytra síðan í vor. Sumarhúsa-og landeigendur á svæðinu eru afar ósáttir.Byggt í óleyfi Ásgeir Kristján Ólafsson húsasmiðameistari og byggingarstjóri er talsmaður þeirra. „Bæði kúluhúsin og hjólhýsin á svæðinu eru ólögleg á svæðinu. Það er búið að láta þá vita að þeir þurfa að aftengja aðveitu og fráveitu frá hjólhýsunum en þeir hafa ekki gert það. Þá eru þeir byrjaðir að setja upp kúluhúsin þrátt fyrir að engin leyfi séu fyrir hendi hvorki byggingar, né rekstrarleyfi. Hérna eru komnar rotþrær og annað slíkt. Þetta er á fjarrsvæði vatnsverndar, það eru 200 metrar í Blákoll sem er helsta ferskvatnslind sveitarinnar og allt vatn héðan rennur að Lækjarbotnum vatnsbóli Hellu,“ segir Ásgeir.Engin leyfi frá skipulags-og umferðarnefnd Fram hefur komið hjá Haraldi Eiríkssyni formanni skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra að við þetta hafi verið gerðar athugasemdir en hjólhýsin hafi aðeins fengið stöðuleyfi ekki leyfi til að tengja við fráveitu eða aðveitu. Ferðaþjónustan virðist því hafa farið eitthvað framúr sér. Þá kom fram að stöðuleyfi fyrir kúluhúsum hafi ekki komið fram ennþá þannig að það kom á óvart að þau séu þegar byrjuð að rísa. Á morgun verður fundur hjá skipulags-og umferðarnefnd Rangárþings ytra og þar á að taka málið fyrir.Í versta falli hafi stjórnsýslulög verið brotin Fréttastofa fékk fundargerð sem birtist á heimasíðu sveitarfélagsins fyrir helgi þar sem kemur fram að á fundinum sem verður á morgun í nefndinni fái kúluhúsin svokallað stöðuleyfi. Hún hefur nú verið fjarlægð. Ásgeir lýsir furðu sinni á því að búið sé að veita leyfi áður en það hafi verið samþykkt á fundinum. „Þessi vinnubrögð samræmast engum stjórnsýslulögum og í versta falli hafa þau verið brotin sem er alvarlegt. Kannski eru þetta bara vinnubrögðin sem eru viðhöfð,“ segir Ásgeir.Ætla að byggja þorp á svæðinu Malasíska fyrirtækið Eternal resort hyggst byggja nokkur hundruð manna ferðaþjónustu á jörðinni Leyni 2 og 2 og hefur fólk áhyggjur af því hvað fyrirhugað er að byggja mikið nálægt vatnsverndarsvæðinu. „Þarna er verið að færa þéttbýli í sveitina og þetta er ofaná fjarsvæði vatnsverndar. Með einhverja fráveitu og þá setjum við vatnsbólin í hættu. Þetta hlýtur að fara í umhverfismat að fá þetta þorp hingað,“ segir Ásgeir að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00
Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15