Lífið

Valkyrjur taka yfir Tjarnarbíó: Dragfögnuður til heiðurs kvenhetjunni Brynhildi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Agatha P (Ásgeir Helgi Magnússon) er ein af stjörnum sýningarinnar.
Agatha P (Ásgeir Helgi Magnússon) er ein af stjörnum sýningarinnar. Mynd/Lilja Jónsdóttir
Á fimmtudaginn frumsýnir fjöllistahópurinn „Endurnýttar væntingar“ nýja drag-revíu í Tjarnarbíó. Sýningin Endurminningar valkyrju er geggjuð stuðsýning með dragi, húmor, dansi og söng. Forsprakkar eru leiðtogar í íslenskum sviðslistum til fjölda ára og sameina þar hæfileika á sviði dans, söngs og ekki síst drags. 

Sýningin er dragfögnuður til heiðurs hinni kynngimögnuðu kvenhetju, Brynhildi. Ævintýrum söguhetjunnar verða gerð skil í mögnuðum dansi, stórfenglegum söng og hamagangi.

Sýningin er til heiðurs valkyrjunni Brynhildi.Mynd/Lilja Jónsdóttir
„Gestgjafar kvöldsins eru þaulvanar drottningar leiksviðs og næturlífs. Þær tala tæpitungulaust og koma til dyranna eins og þær eru klæddar, prýddar rúbínum og eðalsteinum frá toppi til táar, tilbúnar að gleðja ykkur með sínum guðsgjöfum og vafasama vafstri. Þetta er sýningin sem þú hefur beðið eftir,“ segir í lýsingu sýningarinnar.

Fjöllistahópurinn Endurnýttar væntingarMynd/Lilja Jónsdóttir
Þetta er fyrsta verk hópsins en forsprakkar hans og listrænir stjórnendur sýningarinnar eru dansararnir Ásgeir Helgi Magnússon og Cameron Corbett. Þeir hafa starfað saman um árabil innan raða Íslenska dansflokksins auk þess sem þeir hafa komið víða við í íslenskum sviðslistum. Flytjendur eru drottningarnar Agatha P., Faye Knús, Gógó Starr & Sigga Eyrún. Höfundarnir eru Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbett, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Sigurður H. Starr Guðjónsson en Júlíanna Lára Steingrímsdóttir sér um búninga og sviðshönnun.

Vera og JúlíanaMynd/Lilja Jónsdóttir

Tengdar fréttir

Viltu gifast, Gógó Starr?

Sigðurður Starr Guðjónsson er dragdrottningin Gógó Starr. Makamál tóku létt spjall við Gógó á Facebook og svaraði hún spurningum um ástina og lífið í formi gifa (hreyfimynda).

Tvær drottningar unnu lúxus Íslandsferð

Íslensk fyrirtæki gáfu um helgina tveimur drottningum risavinning í hinum gríðarvinsæla dragdrottningaraunveruleikaþætti RuPaul's Drag Race.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.