Erlent

Kaþólskir prestar blessuðu gæludýr

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Frans frá Assisí er verndardýrlingur bæði gæludýra og umhverfisins og því er sá kaþólski siður að blessa gæludýr um þetta leiti vel við hæfi.

Blessunirnar einskorðuðust þó ekki við hunda og ketti. Þvert á móti. Á Filippseyjum og í Perú mættu gæludýraeigendur með snáka sína, skjaldbökur og páfagauka svo fátt eitt sé nefnt.

„Ég óska þess að dýrin mín verði við góða heilsu. Þau eru eins og fjölskyldumeðlimir, hluti af fjölskyldunni,“ sagði filippseyski snákaeigandinn Allan Palaganas við AP. Fermín Peña, kaþólskur prestur í Perú, sagði hefðina mikilvæga. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.