Innlent

Mikil fjölgun leigusamninga

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Alls var 963 leigusamningum þinglýst í september.
Alls var 963 leigusamningum þinglýst í september. Fréttablaðið/Ernir
Alls var 963 íbúðarleigusamningum þinglýst í september. Er það 40 prósenta aukning frá ágústmánuði og rúmlega 47 prósenta aukning frá september á síðasta ári samkvæmt tölum Þjóðskrár.Á höfuðborgarsvæðinu var 647 leigusamningum þinglýst sem er rúmlega 56 prósenta aukning milli ára. Næstflestir voru samningarnir á Norðurlandi, 113 talsins, en mesta aukningin var á Suðurnesjum, 87,5 prósent. Aðeins á Austurlandi fækkaði þinglýstum samningum milli ára.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.