Innlent

Kalt loft og gránar í fjöll

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það gæti gránað í hæstu fjöll á Norðausturlandi síðdegis í dag.
Það gæti gránað í hæstu fjöll á Norðausturlandi síðdegis í dag. Vísir/vilhelm

Í dag má búast við norðaustan 8-13 m/s víðast hvar á landinu en 13-18 m/s um tíma norðvestantil. Rigning um landið norðan- og austanvert en annars bjart með köflum. Þá fylgir kalt loft norðaustanáttinni og mun grána í hæstu fjöll norðaustanlands síðdegis, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Norðaustan- eða austlægar áttir verða ríkjandi á landinu fram yfir helgi með kólnandi veðri og rigningu á láglendi en snjókomu til fjalla á austurhluta landsins. Annars má búast við bjartviðri.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Norðaustan 8-13 m/s, en 13-18 norðaustantil á landinu. Víða rigning, jafnvel talsverð rigning norðaustur- og austurlandi og slydda eða snjókoma til fjalla, en bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast syðst.

Á föstudag:
Norðaustan 5-10 m/s og stöku skúrir, en dálítil rigning eða slydda á láglendi norðaustantil og snjókoma til fjalla. Lengst af þurrt á Vesturlandi. Hiti 1 til 7 stig.

Á laugardag:
Austlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum og dálítil væta í flestum landshlutum. Hiti 1 til 6 stig að deginum.

Á sunnudag:
Austlæg átt, bjartviðri, en stöku skúrir vestantil. Víða frost norðan- og austanlands en hiti allt að 6 stigum á Suður- og Suðvesturlandi.

Á mánudag:
Austlæg átt og lítilsháttar rigning sunnan- og austantil, jafnvel slydda austast, en bjart með köflum um landið vestanvert. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:
Austlæg átt og lítilsháttar væta með norðaustur- og austurströndinni, en annars léttskýjað. Áfram kalt í veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.